Pressan

Ótrúleg gjafmildi sjálfboðaliða – Arfleiddi dvalarheimili aldraðra að nær öllum eigum sínum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. maí 2018 06:10

48 íbúar á Skovgården, sem er dvalarheimili eldri borgara í Hjørring á Jótlandi í Danmörku, voru ofarlega í huga konu sem starfaði sem sjálfboðaliði á dvalarheimilinu. Hún arfleiddi dvalarheimilið að nær öllum eigum sínum og er óhætt að segja að þessi fallegi gjörningur ylji íbúunum um hjartaræturnar.

BT hefur eftir John Larsen, stjórnanda dvalarheimilisins, að þetta hafi komið mjög á óvart en jafnframt verið mjög ánægjulegt. Það sé sjaldgæft að opinber stofnun erfi svona mikla peninga. Dvalarheimilið erfði íbúð, hlutabréf og reiðufé eftir konuna. Heildarverðmæti arfsins er um 3,5 milljónir danskra króna en það svarar til um 56 milljóna íslenskra króna.

Hluti af peningunum verður notaður til ferðalaga á næstu árum en hinn hlutinn til að kaupa litla rútu og reka hana í 10 ár.

Sjálfboðaliðar á dvalarheimilinu selja dagblöð á götum úti til að afla fjár til dvalarheimilisins en enginn átti von á að góðmennska eins sjálfboðaliðanna væri svona mikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn