fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Agnes stóð dýraníðing að verki í hesthúsinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. maí 2018 06:56

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes Mårs er 28 ára og býr í Uppsala í Svíþjóð. Hún á hryssuna Varenza og geymir hana í hesthúsi á sveitabýli nærri Uppsala. Faðir hennar býr á býlinu. Hryssan er fylfull og því setti Agnes upp eftirlitsmyndavél í hesthúsinu svo hún gæti fylgst með hryssunni að heiman. Aðfaranótt þriðjudags ákvað Agnes að kíkja aðeins á eftirlitsmyndavélina en sá þá sér til mikillar skelfingar að maður var í básnum hjá hryssunni.

„Ég vaknaði og sá á skjánum að maður stóð í básnum. Ég fylltist örvæntingu.“

Sagði hún í samtali við TV2.

Hún hringdi í föður sinn sem fór rakleiðis í hesthúsið en þá var maðurinn á bak og burt.

Feðginin skoðuðu síðan upptökur úr eftirlitsmyndavélinni og sáu þá að maðurinn hafði verið í stallinum í um 15 mínútur. Á þeim tíma hafði hann níðst kynferðislega á hryssunni. Fréttamenn TV2 fengu að sjá upptökuna og segja að það leyni sér ekki hvað maðurinn var að gera.

Agnes sagðist vonast til að maðurinn kæmi ekki aftur í hesthúsið. Hún sagði ekki vitað hvort hann hafi áður níðst á hestum í hesthúsinu.

Uppsala nya tidning segir að lögreglan hafi handtekið mann vegna málsins og sé hann grunaður um dýraníð.

Agnes hefur átt Varenza í fjögur ár og segir hana vera rólega en þessa nótt hafi hún verið mjög óróleg. Á upptökum sést að hún reyndi að sparka í manninn en það hræddi hann ekki og telur Agnes að hann sé vanur að umgangast hesta. Hann var ekki með hníf eða önnur vopn með sér og fór gætilega að hestinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf