Pressan

Það er hættulegt að sofa með opinn glugga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. maí 2018 20:30

Skyldi hún hafa notað 4-7-8 aðferðina?

Niðurstaða nýrrar rannsóknar sýnir að það getur verið hættulegt að sofa við opinn glugga. Það voru vísindamenn við Johannes Gutenberg háskólann í Mainz í Þýskalandi sem rannsökuðu þetta og komust að þeirri niðurstöðu að hávaði sem berst inn, oft hávaði frá umferð, hafi neikvæð áhrif á líkamann og það jafnvel þótt fólk vakni ekki við hávaðann.

Thomas Münzel er aðalhöfundur rannsóknarinnar og niðurstaða hans er að hávaðinn valdi stressviðbrögðum sem hafi neikvæð áhrif á hjartað og auki því líkurnar á hjartaáfalli.

Hávaði hefur meiri áhrif á fólk að næturlagi en að degi til. Münzel segir að hávaðinn frá einum bíl, sem er ekið framhjá opnum glugga að næturlagi, hækki blóðþrýstingin og auki blóðfituna. Hann telur að hávaðinn geti einnig leitt til andlegra kvilla eins og kvíða og þunglyndis.

Niðurstaða rannsóknarinnar er skýr: Lokaðu glugganum áður en þú ferð að sofa, sérstaklega ef þú býrð þar sem vænta má mikils hávaða frá umferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur