fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn gera enn eina tilraunina til að finna Loch Ness skrímslið – Nota DNA sýni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. maí 2018 22:00

Er þetta Nessie? Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær eru margar mýturnar sem til eru um Loch Ness skrímslið, Nessie, og ekki nokkur leið að henda reiður á þeim öllum. En kannski fáum við fljótlega að vita hvort Nessie er til eða ekki. Alþjóðlegur hópur vísindamanna ætlar nú að rannsaka hvort Nessie sé til eða hafi verið til og reyna að skera úr um hvort þessi mörg hundruð ára gamla þjóðsaga á við rök að styðjast.

Vísindamenn undir forystu Neil Gemmell ætla að taka taka sýni úr vatninu og DNA-greina þau til að fá úr því skorið hvaða tegundir halda til í vatninu. Gemmell segist sjálfur ekki trúa á Nessie en hann vilji gjarnan taka þátt í ævintýrum og miðla þekkingu samtímis og því ætli hann að ráðast í þessa rannsókn. Hann segir það ekki skemma fyrir að börnin hans eru himinlifandi með þetta og segja þetta eitt það besta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.

300 sýni verða tekin úr vatninu og því næst verða þau síuð og DNA tekin úr þeim. Sýnin verða síðan borin saman við gagnabanka um þekktar tegundir og þá ætti að koma í ljós hvort einhverjar óþekktar tegundir eru í vatninu.

Gemmell reiknar með að niðurstöðurnar liggi fyrir í árslok. Hann á þó ekki von á að sögurnar um Nessie hverfi af sjónarsviðinu ef engin ummerki finnast um hana. Þá muni þeir sem trúa á tilvist hennar einfaldlega segja að hún hafi farið í frí og hafi synt í gegnum neðanjarðarhella, nú eða að Nessie sé lífvera utan úr geimnum og skilji því ekki eftir neitt DNA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?