fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Fann dularfullan hlera þegar hann tók til í garðinum: Fékk vægt áfall þegar hann sá hvað leyndist á bak við

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 24. maí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að Chris Scott, sem búsettur er í Middlesbrough á Englandi, hafi rekið upp stór augu þegar hann tók rækilega til í garðinum við heimili sitt í úthverfi borgarinnar fyrr í þessum mánuði.

Chris þessi hafði lengi haft allsherjaryfirhalningu í undirbúningi og það var svo í byrjun maí að hann lét til skarar skríða. Þegar búið var að klippa tré, slá garðinn og hreinsa til kom félagi Scotts auga á hlera sem lá ofan í grasinu. Félagi Scotts, húsasmiður, hvatti hann til að opna hlerann og athuga hvað leyndist ofan í.

Nýr heimur opnaðist

Sjálfur kveðst Scott hafa verið hikandi í fyrstu, enda taldi hann að þarna undir væri lítið annað en einhverskonar holræsi. Scott ákvað þó að opna hlerann og þá opnaðist fyrir honum nýr heimur, í orðsins fyllstu merkingu. Þarna var að finna stórt og mikið neðanjarðarbyrgi.

Byrgið var fullt af vatni enda hafði líklega enginn gengið um það síðan á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar þegar það var byggt. Þegar búið var að hreinsa vatnið frá kíktu Scott og félagi hans niður og þá kom í ljós að um var að ræða ógnarstórt byrgi – álíka stórt og þokkalegasta íbúð.

Hægt að nýta rýmið

„Okkur var mjög brugðið þegar við sáum stærðina á þessu. Þarna eru margir rofar, ljós á veggjum og stórt og mikið borð,“ segir Chris við Mail Online og bætir við að líklega sé hægt að koma hundrað manns fyrir þarna niðri. „Þetta er stórt rými og það er örugglega hægt að nýta það einhvernveginn.“

Eins og að framan greinir er talið að byrgið hafi verið byggt á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, en íbúar á svæðinu höfðu margir hverjir áhyggjum af árásum Þjóðverja. Middlesbrough og nágrenni gegndu mikilvægu hlutverki á þessum árum, enda mikið iðnaðarsvæði þar sem stál var meðal annars framleitt í miklu magni. Einhverjir sagnfræðingar vilja þó meina að byrgið hafi verið byggt á tímum kalda stríðsins.

Hvað sem öllum þeim vangaveltum líður var um býsna magnaðan fund að ræða eins og myndirnar bera með sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig