Pressan

Flugvél Malaysia Airlines var skotin niður með rússnesku flugskeyti yfir Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. maí 2018 10:27

Vél frá Malaysia Airlines.

Þann 17. júlí 2014 var flug MH17 frá Malaysian Airlines skotið niður yfir Úkraínu. Allir þeir 298 sem voru um borð létust. Rússneskt flugskeyti var notað til að skjóta flugvélina niður. Þetta er niðurstaða hollenskrar rannsóknarnefndar sem hefur rannsakað atburðinn. Nefndin tilkynnti þetta á fréttamannafundi fyrir skömmu.

Nákvæm rannsókn á myndbandsupptökum leiddi í ljós að Buk flugskeyti var notað til að granda flugvélinni og að það kom frá rússneskri hersveit. Sky segir að Wilbert Paulissen, hjá hollensku lögreglunni, segi að flugskeytinu hafi verið skotið frá bílalest rússneskra hermanna í Kursk í Rússlandi. Rannsóknarnefndin endurgerði leið flugskeytisins með því að nota myndbandsupptökur og ljósmyndir.

Á fréttamannafundi í morgun sagði Paulissen að öll farartækin í bílalestinni hafi verið frá rússneska hernum.

Boeingt 777 flugvél Malaysian Airlines var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kuala Lumpur í Malasíu þegar flugskeyti hæfði hana yfir austurhluta Úkraínu.

Sjónir hollensku rannsakendanna beinast nú að 100 manns sem eru grunaðir um að hafa átt beinan þátt í málinu en nöfn þeirra hafa ekki enn verið birt.

Rannsókninni er ekki alveg lokið en er á lokastigi að sögn nefndarmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur