Pressan

Á síðasta ári hringdi breska lögreglan í danska konu – Nú hefur hún aðstoðað við lausn fjögurra morðmála

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. maí 2018 07:18

Therese Graversen. Mynd:Twitter

Á síðasta ári hringdi lögreglan í South Yorkshire á Englandi í Therese Graversen sem er 34 ára dönsk kona sem starfar hjá Kaupmannahafnarháskóla. Í kjölfar símtalsins hefur Graversen aðstoðað bresku lögregluna við að leysa fjögur morðmál.

Ástæðan fyrir símtalinu var að maður hafði verið myrtur. Lögreglan hafði handtekið mann vegna málsins. DNA úr hinum látna fannst á hinum handtekna en það flækti málið að DNA úr þremur öðrum fannst einnig í DNA-sýninu. Lögreglan bað Graversen um aðstoð en hún er doktor í tölfræði og rannsakar tölfræðilegar greiningar á samblöndun DNA hjá Stærðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla.

Graversen hefur þróað reikningsaðferð sem er hægt að nota til að ná fleiri upplýsingum úr einu DNA-sýni en áður. Þetta gerir að verkum að hægt er að finna út hvaða hluti sýnisins tilheyrir hverjum.

BT hefur eftir henni að þetta sýni að það sem hún er að gera sé gagnlegt og að hún stefni í rétta átt.

Það var eiginlega tilviljun að hún byrjaði að sérhæfa sig á sviði réttarlæknisfræði. Þegar hún var að fara að skrifa doktorsritgerð sína dróst hún inn í verkefni þar sem hún gat orðið að liði með því að þróa þessa reikningsaðferð.

„Það vatt síðan upp á sig af því að þetta gekk vel og síðan eru liðin níu ár.“

Hún lagði stund á nám á Englandi og lögreglan þar fékk veður af henni og kunnáttu hennar í gegnum kunningja hennar sem starfar á rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði þar í landi. Lögreglan var þá að rannsaka fyrrgreint morðmál og hafði fundið DNA en það var of flókið til að hægt væri að vinna úr því. Graversen notaði reikningsaðferð sína og það gekk upp. Málið var það fyrsta sinnar tegundar á Englandi þar sem þessi reikningsaðferð var notuð.

Nú hefur reikningsaðferð hennar verið notuð við lausn fjögurra morðmála á Englandi og einu í Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur