Pressan

Danskur liðsmaður Íslamska ríkisins handtekinn í Tyrklandi – Vill komast heim – Stjórnmálamenn telja að ekkert liggi á

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. maí 2018 08:27

Frá Sýrlandi.

Danskur ríkisborgari, sem er grunaður um hryðjuverkastarfsemi, hefur verið handtekinn í Tyrklandi. Hann barðist fyrir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið. Hann kom einnig fram í áróðursmyndbandi samtakanna en þar sást hann skjóta á ljósmyndir af dönskum stjórnmálamönnum.

Radio24syv skýrir frá þessu og segir að maðurinn hafi farið til Sýrlands ásamt þremur öðrum í upphafi átakanna í Sýrlandi á vegum hóps sem kallar sig „Kaldet til Islam“. Hinir þrír, sem fóru með honum til Sýrlands, féllu allir í átökum þar í landi.

Fjórmenningarnir voru kærðir fyrir brot á dönsku hryðjuverkalöggjöfinni 2014 og hefur maðurinn verið eftirlýstur á alþjóðavettvangi síðan.

Síðast sást til mannsins í Tyrklandi á síðasta ári ásamt konu hans, sem hann kvæntist í Sýrlandi, og tveimur börnum þeirra. Nú hefur tyrkneska lögreglan haft uppi á þeim öllum.

Systir mannsins segir að hann vilji verða framseldur til Danmerkur strax. Hann sé illa særður eftir sprengjuárás og sé í hjólastól. Hún segir að fjölskylda hans vilji gjarnan fá hann heim, jafnvel þótt það þýði að hann hljóti dóm. Hann eigi rétt á að vera sóttur til saka í Danmörku eins og aðrir danskir ríkisborgarar sem gera mistök.

„Hann hefur einnig brýna þörf fyrir læknisaðstoð. Það er ekki mannúðlegt að láta hann sitja og rotna við þær aðstæður sem þau eru í núna.“

Sagði systirin í samtali við Radio24syv.

Lögreglan hefur farið fram á að maðurinn verði framseldur til Danmerkur.

Margir stjórnmálamenn sem Radio24syv ræddi við telja hins vegar ekki liggi mikið á að fá manninn til Danmerkur.

„Við skuldum honum ekkert. Þess vegna finnst okkur ekki að við eigum að gera nokkuð til að fá hann og aðra eins og hann heim. Hann hefur valið það gildismat, sem við lifum eftir í Danmörku, frá.“

Sagði Morten Bødskov þingmaður jafnaðarmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur