Pressan

Dauði manns sem bjó á kaffihúsi vekur upp spurningar um erfiða stöðu húsnæðismála

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 7. júní 2018 17:00

„Svona á ekki að geta gerst. Að einhver liggi banaleguna á kaffihúsi meðan viðskiptavinir drekka kaffið sitt – og enginn veitir honum athygli – er óhugsandi,“ segir Jeremy Hunka, forsvarsmaður Union Gospel Mission í Vancouver í Kanada.

Dauði manns á áttræðisaldri, Ted að nafni, hefur vakið umræðu um stöðu húsnæðismála í borginni. Ted þessi var fastagestur á kaffihúsi Tim Hortons í miðborg Vancouver, en umrætt kaffihús er opið allan sólarhringinn. Raunar var Ted meira en fastagestur því hann bjó í rauninni á staðnum, var þar nær öllum stundum og svaf í bás við klósettin.

Fannst látinn

Það var svo í síðustu viku að hann fannst látinn í básnum, en það var viðskiptavinur sem gerði starfsfólki viðvart. Þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn var Ted látinn og hafði hann að líkindum verið látinn í nokkra klukkutíma.

Húsnæðismarkaðurinn í Vancouver er erfiður líkt og víða annars staðar. Húsnæðisverð hefur farið hækkandi sem kemur sér illa fyrir þá sem hafa lítið á milli handanna. Þetta endurspeglast í því að heimilislausum í borginni hefur farið fjölgandi á undanförnum árum.

Með krabbamein á bótum

Í samtali við breska blaðið Guardian, sem fjallar um málið, segir Hunka að fimm einstaklingar bætist í hóp heimilislausra í hverri viku að jafnaði. „Okkur vantar fleiri úrræði, meiri stuðning og meiri samkennd,“ segir Honka.

Sjálfur var Ted bótaþegi og staðan hjá honum var þannig að hann hafði ekki efni á að borga af húsnæði. Þar að auki hafði hann glímt við krabbamein í fjögur ár. Hann hafði unnið nær allt sitt líf, en í láglaunastörfum. Hann neytti ekki eiturlyfja og drakk áfengi aðeins í hófi. Vandræði hans voru því ekki óreglu að kenna, síður en svo.

Judy Graves, sérfræðingur um málefni heimilislausra í Vancouver, segir við Guardian að Ted hafi verið illa við að leita sér hjálpar í Eastside-hverfinu þar sem eru athvörf fyrir heimilislausa. Hann hafi ákveðið að koma sér fyrir á umræddu kaffihúsi þar sem hann leit út fyrir að vera ósköp venjulegur borgari.

Graves segist hafa heimsótt allar stærstu borgir Kanada og þar sé staðan svipuð. Á veitingastöðum, sem opin eru allan sólarhringinn, dvelja margir heimilislausir yfir næturnar. Hún kveðst þakklát forsvarsmönnum þessara veitingastaða því það sé með ráðum gert að veita þessu fólki skjól. Hið opinbera mætti taka sér þetta til fyrirmyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur