Pressan

Hvaðan koma þær? Rannsaka uppruna sögulegra klámmynda sem fundust í geymslum Danska ríkisútvarpsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. júní 2018 18:00

Í höfuðstöðvum Danska ríkisútvarpsins (DR) veltir fólk nú vöngum yfir hvernig safn sögulegra klámmynda endaði í geymslum stofnunarinnar. Myndirnar fundust nýlega í geymslu við hlið mynda af afmælishátíðum konungsfjölskyldunnar og öðrum sögulegum viðburðum.

Lengi hefur orðrómur verið uppi á meðal starfsmanna DR að klámmyndir væru geymdar í kjallara höfuðstöðvanna en aðeins nokkrir starfsmenn vissu að þetta var rétt segir í umfjöllun DR um málið. Um rúmlega 20 myndir er að ræða og eru þær á 16 mm filmum.

En enginn virðist vita af hverju myndirnar höfnuðu í geymslu DR og nú á að reyna að komast til botns í málinu.

Myndirnar þykja sögulega merkilegar en þær eru danskar, þýskar, franskar og bandarískar og allar framleiddar áður en klám var leyft í Danmörku 1969. Sumar myndanna eru rúmlega 100 ára gamlar.

Hjá DR er aðeins vitað að myndirnar voru settar í sögulegt safn ríkisútvarpsins í desember 1974 og merktar Meyers Collection. Nú á að reyna að finna út hver þessi Meyer er.

Með sumum myndunum fylgir vélritaður seðill þar sem skýrt er frá söguþræðinum í stuttu máli, gæðum upptökunnar og hvernig leikararnir stóðu sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur