Pressan

Ný rannsókn – Fólk sem er fordómafullt í garð samkynhneigðra er minna greint en aðrir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. júní 2018 20:30

Fáni samkynhneigðra

Hefur þig grunað að fólk sem er í nöp við samkynhneigða og aðra minnihlutahópa á borð við transfólk og tvíkynhneigða sé ekki eins gáfað og aðrir? Þá hefur þú haft rétt fyrir þér miðað við niðurstöður nýrrar ástralskrar rannsóknar.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl fordóma og lítillar greindar. Í nýju rannsókninni kemur fram að fólk sem er minna greint en flestir hefur frekar tilhneigingu til að vera fordómafullt í garð samkynhneigðra.

Það voru vísindamenn við Queensland háskólann sem rannsökuðu þetta. Rúmlega 11.000 manns tóku þátt í rannsókninni. Vísindamennirnir notuðu þrjá þætti til að leggja mat á greind þátttakendanna. Þar á meðal var lestrarkunnátta fólks.

Þeir sem fengu lægstu einkunnirnar reyndust hafa meiri fordóma í garð samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa. Þessi tengsl voru sérstaklega greinileg hjá þeim sem eru með lítinn orðaforða.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Intelligence.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur