fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Sláandi myndband af lögregluofbeldi – „Það er ekkert sem réttlætir þetta“

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 7. júní 2018 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir hóp lögreglumanna ráðast með höggum á óvopnaðan karlmann hefur vakið mikla reiði. Myndbandið sem um ræðir sýnir hinn 33 ára gamla Robert Johnson verða fyrir fólskulegu ofbeldi af hálfu lögreglumanna í Arizona í Bandaríkjunum.

Á myndbandinu sést einn lögregluþjónninn slá Robert sex þungum höggum í höfuð. Fleiri lögregluþjónar tóku þátt í ofbeldinu en myndbandið sýnir að Robert missti meðvitund um tíma. Hann var að lokum handjárnaður og fluttur á lögreglustöð.

Myndbandið sem um ræðir var tekið á eftirlitsmyndavél sem var í stigagangi blokkar. Lögregla hafði verið kölluð til vegna óláta úr íbúð að kvöldi 23. maí, en að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá hafði vinu Roberts látið ófriðlega, en ekki hann sjálfur.

Eins og sést á myndbandinu hafði Robert ekki sýnt ógnandi hegðun áður en lögreglumennirnir réðust á hnn. Ramon Batista, lögreglustjóri í Mesa, segir að lögreglumenn hafi beðið hann um að setjast niður en hann, einhverra hluta vegna, ekki orðið við þeirri beiðni. Hann hafi verið þrætugjarn og ekki farið að tilmælum lögreglu.

Batista segir að lögreglumann hafi þó gengið of langt. „Þeir eru mannlegir og við fyrstu sýn fóru þeir yfir strikið, þetta líta ekki út fyrir að eðlileg viðbrögð. Það er mitt starf, okkar starf, að rannsaka þetta og finna svörin,“ segir hann.

Andre Miller, prestur og góður vinur Roberts, segir við bandaríska fjölmiðla að myndbandið sé sláandi. „Það er ekkert sem réttlætir svona ofbeldi. Á myndbandinu má sjá að þeir héldu áfram að slá hann meðan hann var meðvitundarlaus.“

Fjórir lögreglumenn sem sjást í myndbandinu hafa verið sendir í tímabundið leyfi meðan á rannsókn stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu