Pressan

Stálu milljónum HM-korta – Safnarar eða svartamarkaðsbraskarar?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. júní 2018 17:30

HM í knattspyrnu hefst í næstu viku og milljónir manna um allan heima bíða í ofvæni eftir að sparkið hefjist. Í kringum svona stórt mót eins og HM er fer mikil sala á ýmsum varningi fram. Eitt af því sem er vinsælt eru HM-kort með myndum af leikmönnum þátttökuþjóðanna en margir safna þeim. Nýlega ruddust vopnaðir menn inn í prentsmiðju í Argentínu og rændu rúmlega 600 kössum með HM-kortum í pökkum.

Í hverjum kassa eru 1.000 pakkar og í hverjum þeirra eru 5 myndir. Verðmæti kortanna er áætlað sem nemur um 38 milljónum íslenskra króna.

Lögreglan í Munro segir að tveir vopnaðir menn hafi ruðst inn í prentsmiðjuna og haft kassana á brott með sér.

Ekki er vitað hvort hér er um eldheita safnara að ræða eða hvort mennirnir hyggjast selja kortin á svartamarkaðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur