Pressan

Austurríska ríkisstjórnin lokar sjö moskum og vísar fjölda predikara úr landi – Lýsa yfir stríði gegn „pólitíska íslam“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. júní 2018 07:51

Moska í Vín. Mynd:Wikimedia Commons.

Austurrísk stjórnvöld ætla að loka sjö moskum og vísa fjölda íslamskra predikara úr landi. Austurrískir fjölmiðlar skýrðu frá þessu fyrir stundu. Kronen Zeitung segir að allt að 40 íslömskum predikurum verði vísað úr landi. Blaðið segir að austurríska ríkisstjórnin hafi lýst yfir stríði gegn „pólitíska íslam“.

Ríkisstjórnin segir að moskurnar sjö séu moskur þar sem öfgahyggja er viðhöfð. Brottvísunin predikaranna byggir á niðurstöðum rannsókna sem innanríkisráðuneytið gerði. Ríkisstjórnin tilkynnti um þetta á fréttamannafundi í morgun undir forystu Sebastian Kurz kanslara.

Núverandi ríkisstjórn tók við völdum í desember en hana mynda Austurríski þjóðarflokkurinn og Austurríski frelsisflokkurinn sem er langt til hægri í stjórnmálum. Þegar ríkisstjórnin var mynduð tilkynnti frelsisflokkurinn að miklar breytingar yrðu gerðar á ýmsu er varðar málefni útlendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur