Pressan

Curiosity fann ummerki um lífrænar sameindir á Mars

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. júní 2018 07:23

Könnunarjeppinn Curiosity tók sjálfu af sér á yfirborði Mars. Mynd/NASA

Curiosity, vélmenni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, hefur fundið ummerki um lífrænar sameindir á Mars. Vélmennið er statt í Gale Crater þar sem vatn var fyrir 3,5 milljörðum ára. Í borsýnum, sem vélmennið hefur tekið úr jarðveginum, fundust greinileg ummerki eftir nokkrar lífrænar sameindir.

NASA skýrði frá þessu á fréttamannafundi í gær. Það er því ljóst að á Mars eru flóknar sameindir undir yfirborðinu. En það er rétt að hafa í huga að þessar sameindir eru ekki sönnun fyrir að líf hafi eða sé að finna á Mars. Sameindirnar gætu einnig hafa myndast af völdum jarðfræðilegra atburða á botni vatnsins eða hafa borist með loftsteinum eða geimryki.

Lífrænar sameindir innihalda kolefni og vetni og geta einnig innihaldið súrefni, köfnunarefni og önnur efni.

„Með þessu nýju uppgötvunum er Mars að segja okkur að halda okkar stefnu og halda áfram að leita að sönnunum fyrir lífi.“

Sagði Thomas Zurbuchen, hjá NASA, í gær. Hann sagðist sannfærður um að núverandi og framtíðar leiðangrar NASA til Mars muni leiða til enn merkilegri uppgötvana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur