Pressan

Heyrði talað niður til sín úti í búð – Sannaði að það á aldrei að dæma fólk af útlitinu

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 8. júní 2018 22:00

Uppeldi barna er ekki auðvelt og það sem maður kennir þeim er ekki alltaf svart og hvítt. Til dæmis með því að taka einhvern sem dæmi um hvað barnið á ekki að gera. Andy Ross, frá Vancouver í Kanada, tók eitt slíkt dæmi í færslu sem fer nú eins og eldur í sinu um netheima.

Andy var á leið heim úr byggingavinnu þegar hann kom við í búð á leið heim. Þar mætti hann móður og dóttur hennar. Dóttirin starði á tattúin og drulluna á Andy þar til mamma hennar skammaði hana. Þegar þær gengu út sagði móðirin við dóttur sína að „hann væri ástæðan af hverju hún þyrfti að standa sig vel í skóla“. Andy var þreyttur og sleppti því að segja eitthvað, þess í stað skrifaði hann færslu á Fésbók um hvers vegna það á ekki að dæma fólk út frá útliti þeirra.

Útskýrir Andy að hann sé búinn með læknisfræði, reki eigið fyrirtæki og sé með tattú því hann hafi einfaldlega gaman af þeim. Síðan taldi hann upp átta atriði sem hann lærði þennan dag.

  1. Ekki dæma út frá útliti.
  2. Gerðu það sem þér þykir gaman.
  3. Verkavinna er besta vinnan. Það borgar vel og er skemmtilegt.
  4. Menntun er mikilvæg en hún tryggir ekki neitt.
  5. Það sem skiptir máli er reynsla og þrautseigja.
  6. Ekki vera foreldrafífl sem elur upp krakkafífl.
  7. Þegar þú ert að segja að einhver sé lítið menntaður, vertu þá viss um að vera ekki heimskari og minna menntaðri en sá sem þú ert að tala um.
  8. Já, ég þarf að fara í sturtu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn