Pressan

Kanadamenn gera neyslu á kannabisefnum refsilausa

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. júní 2018 04:36

Meirihluti efri deildar kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem heimilar fólki að kaupa og nota hass sem og að rækta hass. Þeir sem hafa náð 18 ára aldri geta því notað hass í framtíðinni án þess að eiga refsingu yfir höfði sér. Reiknað er með að lögin taki gildi innan fárra mánaða en neðri deild þingsins á eftir að samþykkja þau og samþykkja breytingar sem öldungadeildin gerði á frumvarpinu. Það er þó talið vera formsatriði því neðri deildin samþykkti í nóvember á síðasta ári að gera hass löglegt. Kanada verður því fyrsta stóra ríki Vesturlanda þar sem neysla á hassi verður lögleg.

Samkvæmt lögunum getur fólk, eldra en 18 ára, ræktað og reykt kannabis og þar með hass og marijúana. Fólk má eiga 30 grömm af efnunum á hverjum tíma og hver og einn má rækta allt að fjórar hampplöntur til eigin neyslu en það er þó háð því að fræin séu keypt hjá viðurkenndum söluaðila. Hið opinbera mun hafa eftirlit með sölu efnanna og þurfa söluaðilar að fá leyfi til að mega selja kannabis.

Lögin kveða einnig á um þungar refsingar yfir þeim sem reyna að græða á kannabis. Allt að 14 ára fangelsi mun liggja við að gefa ungu fólki kannabis eða selja því efnið.

Neysla á kannabis hefur verið gerð lögleg í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna á undanförnum árum og þá hefur hún verið heimiluð í Úrúgvæ en nú stefnir í að Kanada bætist í þennan hóp.

Lögleiðing á kannabis var eitt af kosningaloforðum núverandi forsætisráðherra, Justin Trudeau, í kosningabaráttunni 2015. Hann hefur viðurkennt að hafa nokkrum sinnum reykt kannabis með vinum sínum.

Kanadíska heilbrigðisráðuneytið sagði í skýringum með frumvarpinu að núverandi löggjöf virki ekki. Í mörgum tilfellum sé auðveldara fyrir ungmenni að kaupa kannabis en sígarettur og því sé rétt að lögleiða kannabis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur