Pressan

Svona færðu töskuna þína með þeim fyrstu á flugvellinum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. júní 2018 21:30

Eftir langa flugferð er fátt leiðinlegra en að þurfa að standa lengi við farangursfæribandið og bíða eftir töskunni sinni. Yfirleitt er þá eins og allir aðrir fái sínar töskur á undan og geti nánast tekið á sprett út úr flugstöðinni. En það er til einfalt ráð til að vera með þeim fyrstu sem fær töskurnar sínar.

Bragðið er einfalt. Á flugvöllum er hægt að fá ókeypis límmiða sem á stendur ´fragile´ (brothætt). Samkvæmt umfjöllun The Sun er þjóðráð að taka svoleiðis miða og líma á töskuna sína því töskur með þessari merkingu eru að sögn blaðsins settar síðastar í farangurslestina og því teknar fyrstar út.

Ef samviska þín hindrar þig í að nota þetta bragð þá er líka hægt að innrita sig eins seint og hægt er í flugið því töskur þeirra er innrita sig síðast fara síðast í farangurslestina og því fyrstar út.

En svo má velta fyrir sér hversu gagnleg þessi ráð eru ef mjög margir fara að nota þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur