fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Þrír menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna vitlaust staðsettrar kommu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. júní 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír rúmenskir karlmenn voru handteknir af lögreglunni í Osló þann 22. maí. Þeir voru grunaðir um hylmingu og að hafa sent peninga til Rúmeníu. Lögreglan vildi að málið fengi hraðmeðferð fyrir dómi en nú hefur komið í ljós að málið var allt byggt á mistökum þar sem ein komma skipti öllu máli.

Mennirnir voru sakaðir um að hafa sent 700.000 norskar krónur til Rúmeníu en í raun voru það 7000,00 krónur sem þeir sendu þangað. Augljóslega er mikill munur á þessum upphæðum.

Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grunni þess að þeir hefðu sent 700.000 krónur til Rúmeníu enda há fjárhæð og þeir nýkomnir til Noregs.

Ekki er enn ljóst hvernig þessi mistök komu til en skjöl frá gjaldeyrisþjónustunni, sem mennirnir nýttu sér, sýna að þeir millifærðu aðeins 7000 krónur.

Mennirnir þvertóku fyrir að hafa millifært svona háar fjárhæðir þegar mál þeirra var tekið fyrir í dómi en þeim var ekki trúað. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Eftir 13 daga var þeim sleppt úr haldi þegar lögreglan var orðin sannfærð um að mistök höfðu verið gerð. Lögmenn þremenningana ætla nú að krefjast bóta vegna gæsluvarðhaldsvistarinnar en þær eru ekki háar eða 400 norskar krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir sátu í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“