Pressan

Þrír menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna vitlaust staðsettrar kommu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. júní 2018 19:30

Þrír rúmenskir karlmenn voru handteknir af lögreglunni í Osló þann 22. maí. Þeir voru grunaðir um hylmingu og að hafa sent peninga til Rúmeníu. Lögreglan vildi að málið fengi hraðmeðferð fyrir dómi en nú hefur komið í ljós að málið var allt byggt á mistökum þar sem ein komma skipti öllu máli.

Mennirnir voru sakaðir um að hafa sent 700.000 norskar krónur til Rúmeníu en í raun voru það 7000,00 krónur sem þeir sendu þangað. Augljóslega er mikill munur á þessum upphæðum.

Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grunni þess að þeir hefðu sent 700.000 krónur til Rúmeníu enda há fjárhæð og þeir nýkomnir til Noregs.

Ekki er enn ljóst hvernig þessi mistök komu til en skjöl frá gjaldeyrisþjónustunni, sem mennirnir nýttu sér, sýna að þeir millifærðu aðeins 7000 krónur.

Mennirnir þvertóku fyrir að hafa millifært svona háar fjárhæðir þegar mál þeirra var tekið fyrir í dómi en þeim var ekki trúað. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Eftir 13 daga var þeim sleppt úr haldi þegar lögreglan var orðin sannfærð um að mistök höfðu verið gerð. Lögmenn þremenningana ætla nú að krefjast bóta vegna gæsluvarðhaldsvistarinnar en þær eru ekki háar eða 400 norskar krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir sátu í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn