fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

„Þú þekkir mig ekki en þú hefur verið inni í mér“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. júní 2018 07:08

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta stóð í bréfi sem var lesið upp við réttarhöld yfir Brock Turner fyrir tveimur árum. Þá sat Turner á ákærubekknum en hann var ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn Emily Doe (dulnefni fórnarlambsins) þar sem hún lá ofurölvi og meðvitundarlaus fyrir utan hús á lóð Stanford háskólans en samkvæmi stóð yfir í húsinu. Dómur í málinu vakti mikla athygli og reiði en dómarinn, Aaron Persky dæmdi Turner í sex mánaða fangelsi en saksóknari hafði krafist sex ára fangelsis yfir honum. Turner afplánaði þrjá mánuði af refsingunni en var síðan sleppt. Hann var einnig dæmdur til að vera á skrá yfir kynferðisafbrotamenn til æviloka.

Mörgum þótti dómurinn vægur en Persky rökstuddi hann með að Turner væri íþróttamaður í fremstu röð og væri ungur að árum auk þess sem hann væri ekki á sakaskrá. Hann taldi það einnig vera til refsilækkunar að Doe var ölvuð þegar þetta gerðist. Það voru tveir sænskir stúdentar, sem stunduðu nám við Stanford, sem komu að Turner þar sem hann hafði stungið fingrum upp í leggöng Doe. Turner lagði á flótta en Svíarnir náðu honum og héldu þar til lögreglan kom á vettvang og handtók hann.

Gagnrýnendum Persky þótti taka vægt á körlum sem beittu konur kynferðislegu ofbeldi eða lömdu þær. En mál Turner var greinilega kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum og fór fólk að ræða aðgerðir vegna málsins. Ekki var látið sitja við orðin tóm heldur hófst nú barátta fólks fyrir að koma Persky úr dómaraembætti og það tókst á þriðjudaginn. Þá kusu íbúar í Santa Clara sýslu í Kaliforníu um hvort víkja ætti Persky úr embætti og var það samþykkt.

Kosningabarátta þeirra sem vildu Persky úr embætti þótti vel skipulögð að sögn Mercury og var vel fjármögnuð. Michele Dauber, lagaprófessor við Stanford háskólann, var í fyrirsvari fyrir þá sem vildu Persky úr embætti. Hún fagnaði niðurstöðunni í samtali við Mercury og sagði þetta vera atkvæði gegn refisleysi ofbeldismanna, sem mega sín mikils í þjóðfélaginu, þegar þeir gerast sekir um heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi.

„Þetta er ekki aðeins sigur fyrir Emily Doe, heldur fyrir allar stúlkur og konur.“

Persky fær nú þann vafasama heiður í sögubókunum að vera fimmti dómarinn til að vera sviptur embætti í Kaliforníu síðan 1911 og sá fyrsti í 86 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“