Pressan

Krefja bandaríska sendiherrann í Berlín svara – „Hann hegðar sér eins og öfgahægrisinnaður nýlenduherra“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. júní 2018 08:00

Richard Grenell

Richard Grenell tók við embætti sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi fyrir nokkrum vikum en er strax kominn í kastljós fjölmiðla og hefur valdið úlfúð meðal þýskra stjórnmálamanna. Ástæðan er að í viðtali við hægrisinnaða netmiðilinn Breitbart sagði hann að Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, væri „rokkstjarna“ og ræddi um framgang íhaldsafla í Evrópu.

Hann sagðist vilja styðja við aðra íhaldsmenn í Evrópu og sagðist telja að bylgja íhaldssamra stjórnmálamanna væri að skella á Evrópu og myndi ná fótfestu vegna misheppnaðrar stefnu vinstriflokka í álfunni.

„Það er enginn vafi á að það eru spennandi tímar framundan hjá mér. Ég lít yfir stöðuna og sé að við eigum enn margt eftir ógert en ég tel að kjör Donald Trump hafi veitt fólki styrk til að segja að hin pólitíska elíta hafi ekki leyfi til að ákveða fyrirfram hverjir sigra í kosningum og hverjir ættu að bjóða sig fram.“

Þetta fór fyrir brjóstið á þýskum ráðamönnum og nú hefur þýska utanríkisráðuneytið kallað Grenell á teppið þar sem hann verður krafinn nánari skýringa á ummælum sínum og hvort þau eru rétt eftir honum höfð. Spiegel greinir frá þessu.

Það er óvenjulegt að sendiherra ræði stjórnmál á þennan hátt og margir stjórnmálamenn hafa bent á að Grenell hafi misskilið hlutverk sitt sem sendiherra.

„Sem sendiherra er Grenell fulltrúi lands síns, ekki flokks síns.“

Sagði Alexander Graf Lambsdorff, þingmaður FDP, við Spiegel.

Martin Schulz, fyrrum formaður SPD, tók enn sterkar til orða:

„Grenell hegðar sér ekki eins og diplómat, heldur eins og öfgasinnaður nýlenduherra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn