fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Þau dottuðu á ströndinni – Þegar þau vöknuðu hafði óboðinn gestur komið sér vel fyrir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. júní 2018 21:00

Frá Danmörku. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var 24 stiga hiti á Skagen á Jótlandi í Danmörku. Eins og margir aðrir fór Rolf Christensen á ströndina til að njóta veðurblíðunnar. Vinkona hans var með í för. Þau sóluðu sig á handklæðum sínum og eins og oft gerist í sól og hita þá dottuðu þau aðeins. Þegar vinkona hans reisti sig upp heyrði Rolf hana taka andann á lofti og því opnaði hann augun. Þá blasti óvæntur gestur við honum til fóta á handklæðinu.

Þar lá höggormur samanhnipraður.

„Við höfðum ekki tekið eftir að höggormurinn hafði komið sér fyrir hjá okkur, við hliðina á henni. Hann hafði legið þétt upp að fótum vinkonu minnar en hún hafði ekki tekið eftir því. Það var ekki fyrr en hún reisti sig upp að hún sá hann. Þá varð hún hrædd en þegar ég vissi að hún hafði ekki verið bitin fór ég að hlæja.“

Hefur BT eftir honum.

Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hversu lengi höggormurinn lá hjá þeim, hann hafi greinilega komið til þeirra í miklum rólegheitum. Hann sagði að höggormur ætti eiginlega ekki að vera úti á strönd þar sem hann er berskjaldaður í sandinum því þrátt fyrir að vera eitraður þá eru mörg dýr sem veiða höggorma sér til matar, þar á meðal fuglar og refir.

Rolf fékk lánaða fötu hjá öðrum strandgestum og setti höggorminn ofan í hana og fór með hann að klettum ofan við ströndina og sleppti honum þar.

Á vef BT er hægt að sjá mynd sem Rolf tók af höggorminum á teppinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf