Pressan

Þau dottuðu á ströndinni – Þegar þau vöknuðu hafði óboðinn gestur komið sér vel fyrir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. júní 2018 21:00

Á þriðjudaginn var 24 stiga hiti á Skagen á Jótlandi í Danmörku. Eins og margir aðrir fór Rolf Christensen á ströndina til að njóta veðurblíðunnar. Vinkona hans var með í för. Þau sóluðu sig á handklæðum sínum og eins og oft gerist í sól og hita þá dottuðu þau aðeins. Þegar vinkona hans reisti sig upp heyrði Rolf hana taka andann á lofti og því opnaði hann augun. Þá blasti óvæntur gestur við honum til fóta á handklæðinu.

Þar lá höggormur samanhnipraður.

„Við höfðum ekki tekið eftir að höggormurinn hafði komið sér fyrir hjá okkur, við hliðina á henni. Hann hafði legið þétt upp að fótum vinkonu minnar en hún hafði ekki tekið eftir því. Það var ekki fyrr en hún reisti sig upp að hún sá hann. Þá varð hún hrædd en þegar ég vissi að hún hafði ekki verið bitin fór ég að hlæja.“

Hefur BT eftir honum.

Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hversu lengi höggormurinn lá hjá þeim, hann hafi greinilega komið til þeirra í miklum rólegheitum. Hann sagði að höggormur ætti eiginlega ekki að vera úti á strönd þar sem hann er berskjaldaður í sandinum því þrátt fyrir að vera eitraður þá eru mörg dýr sem veiða höggorma sér til matar, þar á meðal fuglar og refir.

Rolf fékk lánaða fötu hjá öðrum strandgestum og setti höggorminn ofan í hana og fór með hann að klettum ofan við ströndina og sleppti honum þar.

Á vef BT er hægt að sjá mynd sem Rolf tók af höggorminum á teppinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur