Pressan

Fundu fimm milljónir í reiðufé undir skriftarstól

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 10. júní 2018 10:30

Ítalska lögreglan rannsakar nú uppruna peningaseðla sem fundust undir skriftarstól í Santa Maria delle Grazie alle Fornaci-kirkjunni í Róm. Þetta er ekki týnt veski heldur voru þetta tveir plastpokar fullir af evruseðlum. Þegar búið var að telja þá alla kom í ljós að þetta voru 36 þúsund evrur eða rúmar 5 milljónir króna sem búið var að koma fyrir undir stól prestsins.

Starfsfólk kirkjunnar, sem er skammt frá Páfagarði, fann pokana við þrif í vikunni og lét lögreglu vita. Ítalska lögreglan er nú að lesa raðnúmerin á seðlunum til að rekja hvaðan þeir gætu komið.

„Það eru ýmis vafaatriði í þessu máli. Við vitum að þetta eru ekki nýprentaðir peningar. Við erum líka að fara í gegnum upptökur úr öryggismyndavélum til að komast að því hvort einhver hafi verið að fela peningana eða hvort þetta sé einhver sem vildi gefa þá kirkjunni,“ sagði Salvatore Friano lögreglustjóri í samtali við ítalska miðilinn Corriere. Vildi hann ekki útiloka að þetta sé illa fengið fé sem afbrotamaður hafi viljað afhenda kirkjunni til að friða samvisku sína.

Giovanni Savina, prestur í kirkjunni, sem var sá fyrsti sem opnaði pokana, er ekki viss hvað liggi að baki: „Þessir fjármunir myndu nýtast vel til að fjármagna okkar góða starf, en það má ekki gera það á kostnað einhvers annars. Við höfum fengið peningagjafir en ekkert í líkingu við þetta.“

Ef það kemur í ljós að peningarnir eru illa fengnir verða þeir gerðir upptækir. Ef ekki þá þarf að finna þann sem skildi þá eftir og komast að því hvort viðkomandi ætlaði að gefa þá kirkjunni eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn