Pressan

Gríðarlegir þurrkar í Danmörku koma sér illa fyrir landbúnaðinn – Stefnir í uppskerubrest

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. júní 2018 08:00

Eins og staðan er í dag stefnir í mikinn uppskerubrest í Danmörku í haust. Gríðarlegir þurrkar eru í landinu en varla hefur komið dropi úr lofti síðan í byrjun maí og hitinn hefur verið langt yfir meðallagi og sólskinsstundir óvenjulega margar. Kornakrar bænda fá að kenna á þessu og líta ekki vel út þessa dagana. Þurrkarnir eru þeir verstu síðan 1992 og allt stefnir í milljarðatap bænda í haust.

Margir bændur neyðast til að kaupa meira fóður handa búpeningi sínum en venjulega en það getur orðið dýrt því reiknað er með að fóðurverð muni hækka mikið vegna þurrkanna. Miklir þurrkar eru í ríkjunum við Eystrasalt og í Rússlandi og Úkraínu. Af þeim sökum má vænta þess að kornverð hækki og því munu bændur finna fyrir í rekstri sínum.

Uppskera danskra bænda var góð síðasta haust en nú stefnir í að minnsta kosti 25 prósent minni uppskeru en þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur