fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Svíar kölluðu allt heimavarnarliðið út – Í fyrsta sinn í 43 ár sem það gerist

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. júní 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn bar það til tíðinda í Svíþjóð að allt heimavarnarliðið, sem er nokkurskonar varalið hersins, var kallað út. Það eru 22.000 manns. Þetta var í fyrsta sinn í 43 ár sem allt heimavarnarliðið var kallað út í einu.

Miðvikudagurinn var annars frídagur í Svíþjóð eða hinn svokallaði fánadagur landsins. Öllum að óvörum var sent út allsherjarútkall þar sem allir þeir sem hefðu tök á voru beðnir um að mæta til stöðva sinna til að sinna ákveðnum verkefnum. Síðast gerðist þetta 1975.

Um æfingu var að ræða en heimavarnarliðið sér aðallega um að vernda ákveðna staði og vakta þá. Þetta er gert til að létta undir með hernum sem á að sjá um varnir landsins.

Það bar því svo við á miðvikudaginn að skyndilega stóðu vopnaðir hermenn í felubúningum við mikilvægar byggingar, flugvelli, hafnir og á götum og torgum landsins.

Á bak við æfinguna er nokkur alvara því Svíar finna til sívaxandi óöryggis vegna hegðunar Rússa við Eystrasalt og því hafa þeir endurmetið viðbúnað sinn. Þar á meðal var nýlega dreift bæklingi inn á öll heimili landsins þar sem gefin eru góð ráð um hvernig á að bregðast við stríðsátökum eða öðrum hörmungum.

Svíar eru hlutlausir og ekki aðilar að NATO og verða því að sjá sjálfir um varnir sínar og geta ekki treyst á að önnur ríki komi þeim til aðstoðar ef til stríðsátaka kemur.

Danska ríkisútvarpið segir að ekki hafi fengist upplýsingar um hversu margir mættu en enginn var skyldugur til að mæta.

Svíar stóðu síðast í stríðsátökum 1814 en þá var andstæðingurinn nágrannarnir í Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?