Pressan

Ítalir banna skipi með 629 flóttamenn að koma til hafnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. júní 2018 04:32

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Skipið Aquarius, sem er í eigu mannúðarsamtakanna SOS Mediterranee, fær ekki að koma til hafnar á Ítalíu en skipið er með 629 flóttamenn innanborðs, þar af 129 börn, sem eru ein síns liðs, auk sjö barnshafandi kvenna. Áhöfn skipsins bjargaði hluta af flóttafólkinu undan strönd Líbíu og tók við hluta þeirra frá ítölskum her- og kaupskipum.

Mattteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, segir að skipið fái ekki að koma til hafnar á Ítalíu og benti áhöfn þess á að sigla frekar til Möltu en stjórnvöld þar vilja ekkert með skipið eða flóttamennina hafa að gera. Á Facebook sagði Salvini að Malta taki ekki við neinu flóttafólki, Frakkar snúi fólki við á landamærunum og að Spánverjar verndi eigin landamæri með vopnum.

„Frá og með deginum í dag mun Ítalía einnig byrja að segja nei við smygli á fólki, nei við ólöglegum innflytjendum. Markmið mitt er að tryggja þessu unga fólki friðsamt líf í Afríku og börnum okkar friðsamt líf á Ítalíu.“

Þessa ákvörðun Salvini er í samræmi við loforð nýrrar ríkisstjórnar á Ítalíu en þangað hafa 600.000 flóttamenn og innflytjendur komið á undanförnum fimm árum.

SOS Mediterranee segir að samtökin fari eftir ákvörðun stjórnvalda á Ítalíu og Möltu og fari annað með fólkið. Eina markmið samtakanna sé að setj fólkið, sem var bjargað úr erfiðum aðstæðum, í land í öruggri höfn.

Sameinuðu þjóðirnar telja að um 500 manns hafi drukknað það sem af er ári við að reyna að komast frá Afríku til Evrópu yfir Miðjarðarhaf. Á síðasta ári drukknuðu um 2.850 manns í Miðjarðarhafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn