Pressan

Kim Jong-un tók eigið klósett með til leiðtogafundarins í Singapore – Óttast að erlendir njósnarar komist í kúkinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. júní 2018 11:00

Kim Jong-un.

Það hefur varla farið framhjá neinum að þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, funda í Singapore í nótt að íslenskum tíma. Leiðtogarnir eru báðir mættir til Singapore og eru nú að undirbúa sig undir fundinn. Kim Jong-un tekur enga áhættu varðandi neitt og tók því eigið klósett með til Singapore.

Washington Post hefur eftir Lee Yun-keol, fyrrum liðsmanni lífvarðarsveitar Kim-fjölskyldunnar, að leiðtoginn vilji ekki nota önnur salerni en sitt eigið. Ástæðan er að hans sögn ótti við að erlendir njósnarar geti komið höndum yfir saur hins mikla leiðtoga. Ef svo færi væri hægt að rannsaka saurinn ofan í kjölinn og komast yfir ýmsar upplýsingar um heilsu leiðtogans.

Lengi hafa vangaveltur verið uppi um heilsufar hans og bæði bandarískar og suður-kóreskar leyniþjónustur vilja gjarnan komast yfir upplýsingar um heilsufar hans. Því hefur verið velt upp að hann glími við sykursýki, of háan blóðþrýsting og andleg veikindi vegna óheilsusamlegs lífsstíls en hann reykir mikið og drekkur að sögn mikið áfengi.

Ekki fylgir sögunni hvort saur leiðtogans verður fluttur aftur til Norður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn