fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Neyddu konur frá Nígeríu til vændis – Hótuðu þeim með vúdú

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. júní 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með fögrum fyrirheitum um vinnu voru tvær nígerískar konur blekktar til að fara til Svíþjóðar. Þeim hafði verið lofað vinnu í Malmö en aldrei stóð til að þær færu að vinna á almennum vinnumarkaði heldur áttu þær að stunda vændi og voru þær seldar mansali. Fyrir helgi voru karl og kona dæmd í fangelsi fyrir að hafa neytt konurnar til að stunda vændi en þau hótuðu konunum með vúdú.

Konurnar fengu lánaða peninga hjá fólkinu til að kaupa farmiða til Svíþjóðar og skulduðu þeim þar með peninga. Þeim var síðan hótað að þær myndu deyja af völdum juju, sem er nígerísk útgáfa af vúdú, ef þær greiddu skuldina ekki til baka með því að stunda vændi.

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Lisa Green, sem vinnur við aðgerðir gegn mansali, að hótanir um að vúdú verði beitt geti verið áhrifaríkar gegn konum frá ákveðnum svæðum í Nígeríu. Juju er framkvæmt af valdamiklu fólki og konurnar eiga erfitt með að verjast því þar sem þær trúa á vúdú.

Maðurinn var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir mansal og peningþvætti en konan var dæmdi í þriggja og hálfs árs fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“