Pressan

Neyddu konur frá Nígeríu til vændis – Hótuðu þeim með vúdú

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. júní 2018 20:30

Með fögrum fyrirheitum um vinnu voru tvær nígerískar konur blekktar til að fara til Svíþjóðar. Þeim hafði verið lofað vinnu í Malmö en aldrei stóð til að þær færu að vinna á almennum vinnumarkaði heldur áttu þær að stunda vændi og voru þær seldar mansali. Fyrir helgi voru karl og kona dæmd í fangelsi fyrir að hafa neytt konurnar til að stunda vændi en þau hótuðu konunum með vúdú.

Konurnar fengu lánaða peninga hjá fólkinu til að kaupa farmiða til Svíþjóðar og skulduðu þeim þar með peninga. Þeim var síðan hótað að þær myndu deyja af völdum juju, sem er nígerísk útgáfa af vúdú, ef þær greiddu skuldina ekki til baka með því að stunda vændi.

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Lisa Green, sem vinnur við aðgerðir gegn mansali, að hótanir um að vúdú verði beitt geti verið áhrifaríkar gegn konum frá ákveðnum svæðum í Nígeríu. Juju er framkvæmt af valdamiklu fólki og konurnar eiga erfitt með að verjast því þar sem þær trúa á vúdú.

Maðurinn var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir mansal og peningþvætti en konan var dæmdi í þriggja og hálfs árs fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur