Pressan

Notar þú sólarvörn en brennur samt? Þá skaltu smyrja þig tvisvar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. júní 2018 19:30

Sólskin, hiti og notalegheit utanhúss. Nú og auðvitað manstu eftir að setja sólarvörn á þig. En hvað ef þú sólbrennur samt? Þá er rétt að setja annað lag af sólarvörn á líkamann áður en farið er út að njóta sólarinnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar.

Vísindamenn rannsökuðu notkun 31 Dana á sólarvörn, 15 karla og 16 kvenna á aldrinum 19 til 40 ára. Fólkið var beðið um að setja á sig sólarvörn eins og það myndi gera ef það væri að fara á ströndina. Því næst var fólkið, eitt í einu, sett inn í dimmt herbergi þar sem eina ljósið var svokallað „blacklight“ en það er ljós sem fær hvítan fatnað til að líta út fyrir að vera bláleitur.

Fólkið var síðan ljósmyndað í myrkrinu. Eftir skoðun á myndunum kom í ljós að fólkið hafði ekki sett sólarvörn á 20 prósent líkamans, það er 20 prósent af þeim hluta sem ekki var hulinn fatnaði.

Fólkið var því beðið um að setja sólarvörn á sig á nýjan leik eins og það myndi gera ef það væri á leið á ströndina. Eftir síðari umferðina voru níu prósent líkamans ósmurð.

Videnskab.dk hefur eftir Ida M. Heerfordt, sem vann að rannsókninni, að þetta sýni að fólk fari út í sólina óvitandi að það hafi skilið stór svæði líkamans eftir án sólarvarnar.

„Það kom mjög á óvart að sjá hversu mikla húð þátttakendurnir gleymdu að setja sólarvörn á í fyrri umferðinni. Það er því mjög góð hugmynd að setja tvær umferðir á ef maður vill vera vel varinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn