Pressan

Ölvaður á reiðhjóli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. júní 2018 05:15

Um klukkan 21 í gærkvöldi var ölvaður maður á reiðhjóli handtekinn við Grettisgötu. Hann er grunaður um skemmdarverk á bifreiðum. Hann var vistaður í fangageymslu. Á áttunda tímanum í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn við Kringluna en hann hafði ekki farið að fyrirmælum lögreglunnar um að yfirgefa staðinn. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var maður í annarlegu ástandi handtekinn við Laugaveg þar sem hann var að áreita fólk. Hann var vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi, grunaðir um ölvun við akstur. Einn var handtekinn í nótt, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut við Smáralind um miðnætti. Þeir óku á 110 til 136 km/klst en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur