Pressan

Segja íslamista ráða lögum og lofum í ákveðnum hverfum í Stokkhólmi – „Sænsk lög gilda ekki hér“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. júní 2018 07:47

Konur í úthverfum Stokkhólms eru að margra mati lykilmanneskjurnar þegar kemur að sænsku þingkosningunum í september og margir vilja tryggja sér atkvæði þeirra. En mörgum þessara kvenna finnst sem stjórnmálamenn hafi svikið þær og draga upp kolsvarta mynd af lífinu í hverfunum þar sem þær búa.

„Heiðurshugtakið er stærra en dauðinn hér. Íslamistar ráða lögum og lofum á götum úti og stunda innrætingu á litlum börnum.“

Hefur Aftonbladet eftir Zeliha Dagli aðgerðarsinna. Hún segir að vissulega finnist henni hún tilheyra hverfinu en konur hafi lengi verið afskiptar þar. Líf þeirra hafi ekkert breyst frá því sem var í heimalöndum þeirra. Dagli er þekkt sem nokkurskonar úthverfafemínisti og gagnrýnandi á það sem hún kallar trúarlega- og menningarlega stjórn. Hún er frá Tyrklandi. Í hennar huga búa stúlkur og konur í Tensta við aðstæður sem má frekar reikna með að séu við lýði í íslömsku einræðisríki en í úthverfi í Svíþjóð.

„Sænsk lög gilda ekki í úthverfunum. Skipulögð öfl hafa komið frá öðrum ríkjum og sýna mátt sinn hér. Þau hindra konur í að vera hluti af samfélaginu.“

Hún segir að þrátt fyrir ýmsar aðgerðir stjórnmálamanna þá hafi þróunin verið beint niður á við í Järva, þar sem Tensta og fleiri hverfi eru, undanfarinn áratug. Hún segir að íslamistar og trúarleg öfl stjórni fyrirtækjum, samkomuhúsum og moskum. Stúlkur eru aðskildar frá drengjum þegar skipulagðir atburðir fara fram og trúarleiðtogar hvetja konur til að sleppa því að tilkynna yfirvöldum ef eiginmenn þeirra misþyrma þeim.

„Svíar hafa enga hugmynd um hversu mikil ítök hið pólitíska íslam hefur í úthverfunum. Áður tókumst við á við einangrun og atvinnuleysi en höfðum um leið sterkt fólk sem barðist fyrir að vera hluti af samfélaginu. Þetta höfum við ekki lengur.“

Dagli bjó í Tensta í 25 ár en flutti í miðborg Stokkhólms á síðasta ári. Hún hefur þó ekki sagt alveg skilið við hverfið því hún rekur fyrirtæki þar ásamt vinkonu sinni, Fatemeh Seydalzadeh. Fyrirtækið er einhverskonar testofa þar sem konur fá aðstoð og stuðning. Seydalzadeh tekur undir skoðanir Dagli og segir að stjórnmálamenn hafi svikið konur sem búa í úthverfum. Hún segir að það sé gott að þeir séu byrjaðir að ræða vandann en hvort það leiði til breytinga sé annað mál.

Þær stöllur segja að slæðan sé eitt greinilegast merki kvennakúgunar, sérstaklega þegar ungar stúlkur eru látnar bera þær. Þær vilja láta banna trúarskóla og að stúlkur yngri en 18 ára beri slæður. Þær vilja einnig að bannað verði að aðskilja kynin í sundtímum og við önnur tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur