Pressan

Argentínumenn taka dýr lán til að fylgja liði sínu á HM – 50 prósent vextir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 04:16

Knattspyrna er gríðarlega vinsæl í Argentínu og margir vilja gjarnan leggja mikið á sig til að geta fylgst með liðinu og skærustu stjörnu þess, Lionel Messi, spila á HM í Rússlandi þar sem liðið mætir meðal annars Íslandi. Margir eru reiðubúnir til að greiða mikið fyrir að komast til Rússlands miðað við auglýsingar frá stórbankanum BBVA Banco Frances sem auglýsir nú lán til sjö ára fyrir þá sem vilja fara á HM. Hægt er að fá 1 milljón pesos lánaða en það svarar til um 4 milljóna íslenskra króna. Vextirnir eru 49,85 prósent!

Þetta hefur ekki haldið aftur af fólki og nú þegar hefur bankinn samþykkt 8.500 lán. Þessir háu vextir eru eitthvað sem við Íslendingar súpum hveljur yfir enda sjáum við kannski verðtryggingu fyrir okkur ofan á allt saman. En í Argentínu er engin verðtrygging og þegar upp er staðið er kannski ekki svo galið að taka svona lán.

Óðaverðbólga er í Argentínu og því verða peningar minna virði með degi hverjum. Þetta ýtir á marga að taka lán sem þeir þurfa ekki að greiða fyrr en síðar þegar peningarnir eru orðnir minna virði.

Bloomberg hefur eftir Juan Alonson, greinanda hjá TPCG Valores, að þetta kunni að virðast algjör klikkun í augum fólks utan Argentínu en Argentínumenn séu orðnir sérfræðingar í verðbólguspilinu og kunni að ýta vandanum á undan sér.

Verðbólgan í landinu mælist nú 25 prósent og hefur verðmæti gjaldmiðilsins rýrnað mikið undanfarið. Seðlabanki landsins hækkaði stýrivexti úr 27,25 prósentum í maí í 40 prósent til að vernda gjaldmiðil landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur