Pressan

Dæmdur í tæplega 17 ára fangelsi fyrir að ræna breskri fyrirsætu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 19:30

Lucasz Herba, sem er þrítugur Pólverji, var nýlega dæmdur í 16 ára og 9 mánaða fangelsi fyrir að hafa rænt bresku fyrirsætunni Chloe Ayling og haldið henni fanginni í sex daga. Það var dómstóll í Mílanó á Ítalíu sem kvað dóminn upp en þangað lokkaði Herba fyrirsætuna undir því yfirskini að hún fengi fyrirsætustarf þar.

En þess í stað var henni rænt og henni haldið fanginni á sveitabýli á Ítalíu í sex daga. Herba sagði að hún hafi farið með honum af fúsum og frjálsum vilja en því hefur Ayling neitað. BBC skýrir frá þessu.

Fyrir rétti skýrði lögreglan frá því að Ayling hefði verið gefið deyfilyf og síðan hafi hún verið sett í ferðatösku og flutt í henni til sveitabýlisins. Ayling sagði fyrir dómi að hún hefði sætt andlegum og líkamlegum misþyrmingum á meðan hún var á valdi Herba.

Herba krafðist 300.000 evra í lausnargjald fyrir hana og auglýsti hana til sölu á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn