fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Dularfullt innihald gáms í Jönköping í Svíþjóð – Hver á það og í hvað átti að nota það? – Umfangsmikil lögreglurannsókn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 07:02

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var lögreglunni í Jönköping í Svíþjóð tilkynnt um dularfullt innihald gáms sem stóð í Taberg sem er skammt frá Jönköping. Bæðið lögreglan og öryggislögreglan, Säpo, rannsaka nú málið en einn hefur verið handtekinn vegna þess og fjölmargar húsleitir hafa verið gerðar.

Í gámnum fannst einkennisbúningur lögreglumanns, hárkollur og fjöldi sjálfvirkra skotvopna. Allt bendir þetta til að gróft afbrot hafi verið í bígerð.

Aftonbladet segir að í fyrstu hafi lögregluna grunað að þeir sem tilkynntu um gáminn og innihald hans ættu hlutina en það voru meðlimir útlends þjófagengis. En fljótlega beindist grunur lögreglunnar annað og nú beinist rannsóknin að öfgasinnuðum vinstrimönnum, aðgerðarsinnum.

Fertugur karlmaður, starfsmaður skóla í Jönköping, var handtekinn í gær vegna málsins. Hann er ekki á sakaskrá. Hann er grunaður um gróft brot á vopnalögum og að hafa undirbúið gróft rán. Hann hefur neitað sök við yfirheyrslur.

Lögreglan gerði fjölmargar húsleitir á Jönköpingsvæðinu í gær og handtökuskipun var gefin út á karlmann á fertugsaldri. Hann er enn ófundinn. Hann og sá handtekni þekkjast og umgangast sama fólkið. Lögreglan leitar einnig að einum manni til viðbótar í tengslum við rannsóknina.

Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að lögregluna gruni að nota hafi átt útbúnaðinn í pólitískum tilgangi enda hafa hinir grunuðu tengsl við vinstrivæng stjórnmálanna. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að Säpo komi að rannsókn málsins ásamt lögreglunni. Talsmaður Säpo staðfesti að þar á bæ „viti“ menn af málinu en vildi ekki segja meira um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug