Pressan

Gæti gert alla á jörðinni að billjarðamæringum

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 22:00

Hugmyndateikning Deep Space Industries um ómannað far sem vinnur eldsneyti úr smástirni.

Heimsins fyrsti billjarðamæringurinn verður ekki tölvusnillingur, Bitcoin-safnari eða einræðisherra, það verður sá sem grefur eftir gulli í geimnum. Það er mat sérfræðinga á vegum Goldman Sachs-bankans sem spá miklum hagnaði fyrir fyrirtæki sem stefna á námugröft á smástirnum.

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, áætlar að virði málma í smástirnum sé allt að 700 billjarðar Bandaríkjadala, eða 74 trilljarðar króna. Um er að ræða mjög háar tölur sem margir eiga erfitt með að átta sig á, billjón eru þúsund milljarðar, billjarður er þúsund billjónir og trilljón er þúsund billjarðar, eða tala með 18 núllum. Ef allir jarðarbúar fá jafnan hlut þá þýðir það að allir verði margfaldir billjarðamæringar. Telja margir að ef það verði að veruleika að hagkerfi jarðarinnar muni hrynja.

Mörg fyrirtæki eru að huga að smástirnanámuvinnslu, þar á meðal Planetary Resources sem er styrkt af leikstjóranum Planetary Resources og AMC. Ætla fyrirtækin að senda ómönnuð vélmenni til að grafa á smástirnunum og koma með málma til jarðar. Einnig er fyrirtækið Deep Space Industries að skoða möguleikann á að vinna eldsneyti úr smástirnum.

NASA mun senda á loft ómannað far á smástirnið 16 Psyche árið 2022. Farið mun lenda og gera rannsóknir. Talið er að 16 Psyche innihaldi málma að virði allt að 8 trilljarða króna. Segir stjórnandi verkefnisins hjá NASA, Lindy Elkins-Tanton við Arizona-háskóla, að það þyrfti að svara ýmsum spurningum ef smástirnið yrði dregið til jarðar fyrir námuvinnslu: „Ætti að sitja á því og stjórna þannig heimsmarkaðnum, líkt og gert er við demanta? Eða ætti sá sem myndi draga það til jarðar að gefa það mannkyni til að það verði aldrei skortur á málmum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn