Pressan

Hver er maðurinn? Þýska lögreglan stendur á gati

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 06:32

Hver er maðurinn? Mynd:Lögreglan í Berlín

Í ellefu vikur hefur lögreglan í Berlín í Þýskalandi reynt að komast að hver maðurinn, sem sést á meðfylgjandi mynd, er. Hann var úti að skokka þann 13. mars í Volkspark Wilmersdorf almenningsgarðinum þegar hann hneig skyndilega niður. Hann varð fyrir alvarlegum meiðslum þegar hann lenti. Hann var strax fluttur á sjúkrahús þar sem hann hefur legið síðan en maðurinn er í dái.

Lögreglan hefur reynt að komast að hver hann er en án árangurs. Hann var ekki með nein skilríki á sér og enginn hefur tilkynnt að hans sé saknað. Það er því hægt að segja að enginn virðist sakna mannsins hið minnsta.

Lögreglan hefur því birt mynd af honum og lýsingu. Hann er sagður vera á milli 60 og 70 ára, 170 til 175 cm á hæð. Í góðu líkamlegu formi, gráhærður en hárið er litað svart og er með gervitennur.

Maðurinn var í hlaupagalla, appelsínugulum jakka og buxum sem eru svartar, blár og bleikar.

Mál sem þessi eru ekki óþekkt í stórborgum en þar virðist fólk stundum lifa lífinu aleitt og eiga í litlum samskiptum við aðra. Þetta gerir að verkum að stundum er erfitt að bera kennsl á fólk og hafa uppi á ættingjum þess ef eitthvað kemur upp á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur