Pressan

Trump og Kim Jong-un skrifuðu undir sáttmála – Norður-Kórea lofar að losa sig við öll kjarnorkuvopn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 06:23

Leiðtogarnir heilsast í upphafi fundar.

Donald Trump og Kim Jong-un skrifuðu undir sáttmála í fundarlok á leiðtogafundi þeirra í Singapore fyrir stundu. Trump segir sáttmálann vera „umfangsmikinn“ og „mikilvægan“. Innihald hans hefur þó ekki enn verið kynnt opinberlega.

Við undirritun samningsins sagði Trump að þeir hefðu átt góða stund saman og hefðu byggt upp frábært samband sín á milli. Hann lofaði að skýra frá innihaldi sáttmálans á fréttamannafundi síðar í dag.

Kim Jong-un sagði að um „sögulegan sáttmála“ væri að ræða og að nú hafi Bandaríkin og Norður-Kórea ákveðið að láta fortíðina vera fortíð og þess í stað horfa fram á veginn. Hann sagði að heimurinn muni sjá miklar breytingar og þakkaði Trump.

Trump sagði að hann muni bjóða Kim Jong-un í heimsókn til Bandaríkjanna og að „kjarnorkuafvopnun“ muni hefjast „mjög, mjög fljótlega“. Þar á hann við að Norður-Kórea afsali sér kjarnorkuvopnum sínum.

AFP segir að samkvæmt sáttmálanum skuldbindi Kim Jong-un Norður-Kóreu til að losa sig við öll kjarnorkuvopn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn