fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Trump og Kim Jong-un skrifuðu undir sáttmála – Norður-Kórea lofar að losa sig við öll kjarnorkuvopn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 06:23

Leiðtogarnir heilsast í upphafi fundar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump og Kim Jong-un skrifuðu undir sáttmála í fundarlok á leiðtogafundi þeirra í Singapore fyrir stundu. Trump segir sáttmálann vera „umfangsmikinn“ og „mikilvægan“. Innihald hans hefur þó ekki enn verið kynnt opinberlega.

Við undirritun samningsins sagði Trump að þeir hefðu átt góða stund saman og hefðu byggt upp frábært samband sín á milli. Hann lofaði að skýra frá innihaldi sáttmálans á fréttamannafundi síðar í dag.

Kim Jong-un sagði að um „sögulegan sáttmála“ væri að ræða og að nú hafi Bandaríkin og Norður-Kórea ákveðið að láta fortíðina vera fortíð og þess í stað horfa fram á veginn. Hann sagði að heimurinn muni sjá miklar breytingar og þakkaði Trump.

Trump sagði að hann muni bjóða Kim Jong-un í heimsókn til Bandaríkjanna og að „kjarnorkuafvopnun“ muni hefjast „mjög, mjög fljótlega“. Þar á hann við að Norður-Kórea afsali sér kjarnorkuvopnum sínum.

AFP segir að samkvæmt sáttmálanum skuldbindi Kim Jong-un Norður-Kóreu til að losa sig við öll kjarnorkuvopn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara
Pressan
Fyrir 3 dögum

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni