Pressan

Fundu stolið málverk og mikið magn fíkniefna – Tengsl á milli listaverkaþjófnaða og annarra afbrota

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 04:04

Cookham from Englefield eftir Stanley Spencer.

Fyrir sex árum var málverkinu ´Cookham from Englefield´ eftir breska málarann Sir Stanley Spencer stolið úr Stanley Spencer safninu. Lögreglan komst ekkert áleiðis við rannsókn málsins fyrr en í júní á síðasta ári þegar Harry Fisher, 28 ára, var handtekinn í kjölfar húsleitar í Lundúnum. Húsleitin var gerði í kjölfar þess að eitt kíló af kókaíni og 30.000 pund fundust í bifreið hans.

Málverkið fannst heima hjá Fisher auk meira kókaíns og 15.000 E-tafla. Sophie Hayes, yfirmaður lista- og fornmunadeildar Lundúnalögreglunnar, sagði í samtali við Independent að þetta sýni vel hversu sterk tengsl eru á milli þjófnaðarmála sem þessarra og annarra afbrota. Lögreglan skýrði frá málinu nýlega.

Susan Elsden er eigandi málverksins en hún lánaði Stanley Spencer safninu málverið á tíunda áratug síðustu aldar en afi hennar átti það en hann var vinur Spencer.

Spencer er talinn meðal merkustu málara Bretlands en ferill hans nær yfir 45 ár. Hann lést 1959, sama ár og hann var aðlaður og fékk nafnbótina Sir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn