Pressan

Gerðu erfðaskrá – Nokkrum dögum síðar myrtu þau börnin sín

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 06:38

Bjärred. Mynd:Wikimedia Commons

Þann þriðja janúar á þessu ári gerðu foreldrar sem bjuggu í Bjärred í Svíþjóð erfðaskrá. Tveir fullorðnir, hjón, voru viðstaddir og vottuðu erfðaskrána og að fólkið væri ekki andlega veikt og því fært um að gera erfðaskrá. Í erfðaskránni var ekki minnst einu orði á dætur hjónanna, 11 og 14 ára gamlar.

Aðeins sex dögum síðar fór lögreglan að heimili fjölskyldunnar til að kanna ástandið á heimilinu. Vinnuveitandi fjölskylduföðursins hafði sett sig í samband við lögregluna og lýst yfir áhyggjum sínum þar sem faðirinn hafði ekki skilað sér til vinnu. Á heimilinu fann lögreglan foreldrana og dæturnar tvær og voru þau öll látin. Lögreglan fann kveðjubréf frá foreldrunum þar sem kom fram að þau hafi ákveðið að taka eigin líf og myrða dæturnar þar sem lífsgæði stúlknanna væru lítil sem engin vegna veikinda þeirra.

Dæturnar fengu heimakennslu vegna veikinda sinna. Kennarar komu heim og kenndu þeim þrjá og fjóra daga í viku.

Expressen segir að lögreglan viti ekki enn hvernig dæturnar létust eða hvenær en málið er enn til rannsóknar og beðið er eftir niðurstöðum rannsóknar réttarmeinafræðinga. Þetta getur skipt miklu varðandi erfðamál þar sem dánarstund getur ráðið miklu um hver erfir þann látna. En í þessu máli telur skiptastjóri dánarbúsins að það skipti ekki máli en hann gengur út frá því að fjölskyldan hafi látist á sama tíma.

Í erfðaskránni ánafnaði fjölskyldufaðirinn ákveðnum aðila réttinum að bók sem hann hafði lokið við að skrifa. Einnig eru nákvæmar leiðbeiningar um hvernig eigum þeirra skuli skipt á milli ættingja þeirra. Eins og fyrr sagði eru dæturnar ekki nefndar í erfðaskránni. Þetta virðist ekki hafa vakið neinar grunsemdir hjá hjónunum sem vottuðu erfðaskrána. Expressen hafði samband við konuna sem vottaði erfðaskrána en hún vildi ekki tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur