Pressan

Hvarf á dularfullan hátt fyrir 35 árum – Nú er hann fundinn heill á húfi og kominn í fangelsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 07:10

1983 hvarf William Howard Hughes Jr. á dularfullan hátt eftir að hann hafði tekið 28.000 dollara út úr banka. Hann var þá 33 ára og foringi í bandaríska flughernum. Síðast sást til hans í Albuquerque sumarið 1983 þegar hann tók peningana út úr banka en þá var hann nýkominn heim eftir 14 daga frí í Evrópu.

Los Angelse Times skýrir frá þessu og segir að Hughes hafi unnið að leynilegum verkefnum á vegum hersins á þessum tíma en kalda stríðið var þá í algleymingi. Hann var sérfræðingur í ratsjártækni og vann að verkefnum á því sviðið.

Hann var handtekinn á miðvikudag í síðustu viku í Kaliforníu í tengslum við rannsókn lögreglunnar á fölsuðum skilríkjum. Hann sagðist hafa verið orðinn þunglyndur af að starfa hjá flughernum og því hafi hann ákveðið að láta sig hverfa. Hann lifði undir fölsku flaggi í 35 ár eða allt þar til í síðustu viku. Ekki er talið að hann hafi njósnað fyrir Sovétríkin.

Hughes situr nú í varðhaldi í herstöð í Kaliforníu en hann verður ákærður fyrir liðhlaup.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur