Pressan

Meintur hryðjuverkamaður handtekinn í Köln – Var með stórhættulegt eitur og ætlaði að búa til sprengju

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 05:57

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Lögreglan í Köln í Þýskalandi handtók á þriðjudaginn 29 ára Túnismann sem er grunaður um að hafa ætlað að búa til svokallaða skítuga sprengju, það er sprengju með eiturefnum. Hann er sagður hafa verið með eiturefnið ricin í fórum sínum en efnið er baneitrað en það er 6.000 sinnum sterkara en blásýra.

Lögreglan handtókn manninn á þriðjudaginn og gerði húsleit á heimili hans. Sérfræðingar í eiturefnagöllum sáu um framkvæmd húsleitarinnar. Bild segir að lögreglan hafi fengið ábendingu frá erlendri leyniþjónustu um að maðurinn hyggðist búa til sprengju.

Maðurinn er sagður hafa keypt ýmis efni og búnað á undanförnum vikum sem er hægt að nota til að búa til sprengju. Hann er einnig sagður hafa keypt mörg þúsund fræ sem er hægt að nota til að búa ricin til.

Þýskir saksóknarar telja að maðurinn hafi haft í hyggju að fremja hryðjuverk. Bild segir að ekki sé vitað hvar hann hafi ætlað að láta til skara skríða ef hann myndi sprengja sprengju.

Talið er að maðurinn hafi fylgt leiðbeiningum frá hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið um sprengjusmíði þar sem ricin væri notað til að valda sem mestu manntjóni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn