fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Nýjar aðgerðir ESB varðandi innflytjendur – 10.000 landamæraverðir – Milljarðar evra – Nýr tæknibúnaður á landamærum ESB

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 21:30

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Framkvæmdastjórn ESB vill nota milljarða evra til að efla gæslu á ytri landamærum ESB. Meðal annars eru hugmyndir um að vera með 10.000 landamæraverði, kaup á hátæknibúnaði fyrir milljarða evra og að milljörðum evra verði varið í þá innflytjendur og flóttamenn sem sleppa í gegn þrátt fyrir aukna gæslu.

Með þessum aðgerðum vill framkvæmdastjórnin sýna að hún geti gripið til aðgerða vegna flóttamannavandans sem steðjar að Evrópu. Tillögurnar voru kynntar í Strassborg í gær. Fréttir af 629 flóttamönnum um borð í björgunarskipinu Aquarius skyggðu þó á kynninguna en Aquarius hefur verið á siglingu í Miðjarðarhafi undanfarna daga í leit að höfn þar sem má leggja að með flóttamennina.

Framkvæmdastjórnin vill rúmlega tvöfalda fjárveitingar til flóttamannamála og landamæragæslu á næstu sjö árum. Mest á að fara í landamæragæslu en einnig verður fjármagni veitt til að senda flóttamenn og innflytjendur aftur heim og í samvinnu við önnur ríki.

Nú hefjast samningaviðræður ESB við aðildarríkin um tillögur framkvæmdastjórnarinnar. Fyrst verða aðildarríkin þó að ná samkomulagi um hvernig flóttamanna- og innflytjendakerfið á að virka. Enn er grundvallarágreiningur þeirra á milli um þessi mál, um hvernig á að skipta byrðinni og hver á að bera ábyrgð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Langar þig að eignast sumarhús? Selja fjölda húsa á 140 krónur

Langar þig að eignast sumarhús? Selja fjölda húsa á 140 krónur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar björguðu lífi manns með því að gefa honum 15 bjóra

Læknar björguðu lífi manns með því að gefa honum 15 bjóra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bannaður fyrir lífstíð fyrir fáránlegt uppátæki í skemmtiferðaskipi – Sjáðu myndbandið

Bannaður fyrir lífstíð fyrir fáránlegt uppátæki í skemmtiferðaskipi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taka vafasamt barnaleikfang úr sölu – Kennir börnum að finna sinn innri Ethan Hunt

Taka vafasamt barnaleikfang úr sölu – Kennir börnum að finna sinn innri Ethan Hunt