Pressan

Prentaði peningaseðla á bókasafni – Gripinn glóðvolgur af lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 05:17

26 ára karlmaður nýtti sér aðstöðuna á bókasafninu í Vejle í Danmörku á mánudaginn til að prenta peningaseðla. Ekki er vitað hvort hann var svona illa staddur fjárhagslega eða vildi bara láta gamlan draum um að búa til peningaseðla rætast. Gestum og starfsfólki á bókasafninu fannst peningaprentunin í hæsta máta óeðlileg og tilkynntu lögreglunni um málið.

Lögreglumenn komu fljótlega á vettvang og gripu manninn glóðvolgan þar sem hann var að prenta út peningaseðla. Hann var þá búinn að prenta út 500 og 1.000 krónu seðla, í heildina 32.500 danskar krónur.

Vejle Amts Folkeblad segir að maðurinn hafi verið handtekinn. Allt að 12 ára fangelsi liggur við peningafalsi í Danmörku og dómar hafa fallið í nokkrum slíkum málum á undanförnum árum. Þyngstu dómarnir hafa verið tveggja ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn