Pressan

Prentaði peningaseðla á bókasafni – Gripinn glóðvolgur af lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 05:17

26 ára karlmaður nýtti sér aðstöðuna á bókasafninu í Vejle í Danmörku á mánudaginn til að prenta peningaseðla. Ekki er vitað hvort hann var svona illa staddur fjárhagslega eða vildi bara láta gamlan draum um að búa til peningaseðla rætast. Gestum og starfsfólki á bókasafninu fannst peningaprentunin í hæsta máta óeðlileg og tilkynntu lögreglunni um málið.

Lögreglumenn komu fljótlega á vettvang og gripu manninn glóðvolgan þar sem hann var að prenta út peningaseðla. Hann var þá búinn að prenta út 500 og 1.000 krónu seðla, í heildina 32.500 danskar krónur.

Vejle Amts Folkeblad segir að maðurinn hafi verið handtekinn. Allt að 12 ára fangelsi liggur við peningafalsi í Danmörku og dómar hafa fallið í nokkrum slíkum málum á undanförnum árum. Þyngstu dómarnir hafa verið tveggja ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi

Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm vegna morðsins á Khashoggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við

Ódýrari matur, leikföng og raftæki og aukinn kaupmáttur – Þetta búa nágrannar okkar við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“

Léttist um 50 kíló – „Vildi að ég hefði vitað af þessum gildrum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur