fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Grunaður um að hafa smitað 200 manns af HIV

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júní 2018 05:29

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska lögreglan handtók nýlega hinn 35 ára Claudio Pinti en hann er grunaður um að hafa smitað 200 manns af HIV. Hann greindist með HIV fyrir 11 árum en lét það ekki stöðva sig í að stunda óvarið kynlíf með fjölda manns og hann upplýsti rekkjunauta sína ekki um sjúkdóminn segir lögreglan. Lögreglan hefur farið mjög óvenjulega leið í þessu máli því hún hefur nú opinberlega birt mynd af Pinti þrátt fyrir að hann hafi verið handtekinn. Það er gert til að reyna að fá þá sem hafa stundað kynlíf með honum til að gefa sig fram.

Dpa segir að Pinti hafi neitað að vita nokkuð um HIV þegar hann var handtekinn. Ef HIV er ekki meðhöndlað læknisfræðilega getur það leitt til AIDS-smits sem getur dregið fólk til dauða.

Lögreglan í Ancona segir að Pinti hafi verið iðinn við að nota stefnumótasíður til að finna rekkjunauta. Hann var handtekinn eftir að kona, sem hann stundaði kynlíf með nýlega, var lögð inn á sjúkrahús vegna veikinda. Hún greindist þá með HIV.

Í kjölfarið hafa fleiri sett sig í samband við lögregluna og skýrt frá samneyti sínu við Pinti. Talsmaður lögreglunnar sagði erfitt að ná til margra því fólk skammist sín.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að ein milljóna manna hafi látið lífið af völdum AIDS 2016. Lífslíkur smitaðra eru þó mun betri í dag en áður þar sem meðferðarúrræðum hefur hent fram.

Á síðasta ári var maður dæmdur í 24 ára fangelsi í svipuðu máli en hann hafði smitað 30 manns af HIV. Þar á meðal barnshafandi konu en smitið barst til barnsins sem hún bar undir belti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?