Pressan

Grunaður um að hafa smitað 200 manns af HIV

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júní 2018 05:29

Ítalska lögreglan handtók nýlega hinn 35 ára Claudio Pinti en hann er grunaður um að hafa smitað 200 manns af HIV. Hann greindist með HIV fyrir 11 árum en lét það ekki stöðva sig í að stunda óvarið kynlíf með fjölda manns og hann upplýsti rekkjunauta sína ekki um sjúkdóminn segir lögreglan. Lögreglan hefur farið mjög óvenjulega leið í þessu máli því hún hefur nú opinberlega birt mynd af Pinti þrátt fyrir að hann hafi verið handtekinn. Það er gert til að reyna að fá þá sem hafa stundað kynlíf með honum til að gefa sig fram.

Dpa segir að Pinti hafi neitað að vita nokkuð um HIV þegar hann var handtekinn. Ef HIV er ekki meðhöndlað læknisfræðilega getur það leitt til AIDS-smits sem getur dregið fólk til dauða.

Lögreglan í Ancona segir að Pinti hafi verið iðinn við að nota stefnumótasíður til að finna rekkjunauta. Hann var handtekinn eftir að kona, sem hann stundaði kynlíf með nýlega, var lögð inn á sjúkrahús vegna veikinda. Hún greindist þá með HIV.

Í kjölfarið hafa fleiri sett sig í samband við lögregluna og skýrt frá samneyti sínu við Pinti. Talsmaður lögreglunnar sagði erfitt að ná til margra því fólk skammist sín.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að ein milljóna manna hafi látið lífið af völdum AIDS 2016. Lífslíkur smitaðra eru þó mun betri í dag en áður þar sem meðferðarúrræðum hefur hent fram.

Á síðasta ári var maður dæmdur í 24 ára fangelsi í svipuðu máli en hann hafði smitað 30 manns af HIV. Þar á meðal barnshafandi konu en smitið barst til barnsins sem hún bar undir belti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
Pressan
í gær

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd

Í skjóli HM hækkar rússneska ríkisstjórnin skatta og hrindir umdeildum umbótum á ellilífeyrisaldri í framkvæmd
Pressan
í gær

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?

Dularfulla konan – Veit hún eitthvað um hvarf 19 ára pilts fyrir 25 árum?
Pressan
í gær

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“

Þrír voru myrtir í Malmö á mánudaginn – „Við munum hefna okkar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón

Risastór skriða í Þrændalögum – Um 800 metrar á breidd – Óttast mikið tjón
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus

Fæturnir höggnir af hvolpi og hann skilinn eftir hjálparlaus
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn

Skotinn til bana á götu úti í Kaupmannahöfn