Pressan

Hryðjuverkamaður handtekinn í Frakklandi – Var með tilbúna sprengju

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júní 2018 04:37

Eiffelturninn í París. Mynd úr safni.

Franska hryðjuverkalögreglan handtók í gær grunaðan hryðjuverkamann sem var búinn að búa til sprengju og ætlaði að sprengja hana í kynlífsklúbbi. Maðurinn var handtekinn í Loiret-héraðinu. Franskir fjölmiðlar segja að hann hafi snúist til íslamstrúar þegar hann var orðinn fullorðinn og hafi síðan snúist til íslamskrar öfgahyggju.

Tveir menn til viðbótar, 21 og 22 ára, voru handteknir á laugardaginn en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að ráðast á samkynhneigða. Lögreglan er sögð hafa komist á snoðir um ráðagerð mannanna fyrir nokkrum vikum og hafi fylgst með þeim síðan. Þeir voru handteknir í Seine-et-Marne héraðinu. Þeir eru sagðir hafa ætlað að fremja hryðjuverk í nafni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið. Við húsleit hjá mönnunum fundust hnífar, kveikjur og áróðursefni frá Íslamska ríkinu. Annar mannanna var einnig að reyna að útvega þeim skotvopn.

Frönsk stjórnvöld segja að komið hafi verið í veg fyrir 51 hryðjuverkaárás í landinu síðan í janúar 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Stefán Karl er látinn

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Fangaverði vikið frá störfum – Virðist eiga í ástarsambandi við kafbátsmorðingjann Peter Madsen

Fangaverði vikið frá störfum – Virðist eiga í ástarsambandi við kafbátsmorðingjann Peter Madsen
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Trump óttast að ganga í gildru ef Mueller fær að yfirheyra hann

Trump óttast að ganga í gildru ef Mueller fær að yfirheyra hann
Pressan
Í gær

Hver er konan? Lík hennar fannst á sorphaugum

Hver er konan? Lík hennar fannst á sorphaugum
Pressan
Í gær

17 ára piltur stunginn til bana við skóla í Uppsölum

17 ára piltur stunginn til bana við skóla í Uppsölum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rifu óvart friðaða brú frá átjándu öld – Nú á að endurbyggja hana

Rifu óvart friðaða brú frá átjándu öld – Nú á að endurbyggja hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alvarlegt rútuslys í Þýskalandi – Rúta á leið frá Stokkhólmi til Berlínar lenti utan vegar – 65 um borð

Alvarlegt rútuslys í Þýskalandi – Rúta á leið frá Stokkhólmi til Berlínar lenti utan vegar – 65 um borð