fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Hryðjuverkamaður handtekinn í Frakklandi – Var með tilbúna sprengju

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júní 2018 04:37

Eiffelturninn í París. Mynd úr safni.

Franska hryðjuverkalögreglan handtók í gær grunaðan hryðjuverkamann sem var búinn að búa til sprengju og ætlaði að sprengja hana í kynlífsklúbbi. Maðurinn var handtekinn í Loiret-héraðinu. Franskir fjölmiðlar segja að hann hafi snúist til íslamstrúar þegar hann var orðinn fullorðinn og hafi síðan snúist til íslamskrar öfgahyggju.

Tveir menn til viðbótar, 21 og 22 ára, voru handteknir á laugardaginn en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að ráðast á samkynhneigða. Lögreglan er sögð hafa komist á snoðir um ráðagerð mannanna fyrir nokkrum vikum og hafi fylgst með þeim síðan. Þeir voru handteknir í Seine-et-Marne héraðinu. Þeir eru sagðir hafa ætlað að fremja hryðjuverk í nafni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið. Við húsleit hjá mönnunum fundust hnífar, kveikjur og áróðursefni frá Íslamska ríkinu. Annar mannanna var einnig að reyna að útvega þeim skotvopn.

Frönsk stjórnvöld segja að komið hafi verið í veg fyrir 51 hryðjuverkaárás í landinu síðan í janúar 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“