Pressan

Trúðu varla eigin augum þegar þau sáu hvað var á ísjakanum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. júlí 2018 07:20

Mynd:Alan Russell

Í lok júní voru þau Alan Russell, Cliff Russell og Mallory Harrigan á krabbaveiðum nokkrar kílómetra undan strönd Southern Labrador í Kanada. Þau komu auga á stóran ísjaka á reki. Ofan á honum sáu þau litla veru. Þau sigldu því að ísjakanum til að sjá hvaða dýr væri á honum. Óhætt er að segja að þau hafi varla trúað sínum eigin augum þegar þau sáu hvaða dýr þetta var.

TV2 hefur eftir þeim að í fyrstu hafi þau haldið að þetta væri selur en svo var ekki. Þetta var heimsskautarefur. Þarna sat hann aleinn, horaður og lafhræddur. Yfir honum flugu mávar og biðu þess að hann dræpist.

Ekki er ólíklegt að refurinn hafi verið á ferð við strönd Labrador í leit að æti á ísnum. Síðan hefur ísinn væntanlega brotnað vegna hreyfinga á sjónum og refurinn staðið eftir einn á ísjaka sem rak frá landi.

Kominn um borð í bátinn. Mynd:Alan Russell

 

 

 

 

 

 

Þremenningunum datt í hug að bjarga refnum en sáu að það yrði erfitt en þau ákváðu að reyna og brutu ísjakann með bátnum þannig að refurinn endaði í hafinu. Þá veiddu þau hann í háf og tóku um borð í bátinn. Þau reyndu að gefa honum kartöfluflögur og kex en hann var skelfingu lostinn og þorði ekki að koma nærri matnum. Eftir smávegis svefn lagði hann í að nálgast matinn og næra sig og fékk pylsur hjá þremenningunum.

Hann hætti síðan að hræðast fólkið þegar hann áttaði sig á að þau ætluðu ekki að gera honum neitt. Honum var síðan sleppt lausum þegar báturinn kom að landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter