fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Myrti eiginkonu sína og dóttur – Reyndi að halda aftur af hlátrinum í dómssal

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. júlí 2018 21:30

Neil og Rachel Entwistle.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki var annað að sjá en litla fjölskyldan væri hamingjusöm, eiginlega allt að því hamingjusamasta fjölskylda í heimi. Hinn breski Neil Entwistle og hin bandaríska Rachel Souza höfðu orðið ástfangin á námsárum sínum í Englandi í upphafi aldarinnar. Þau fluttu síðan saman til Massachusetts í Bandaríkjunum að námi loknu. Þau gengu í hjónaband 2003 við hátíðleg athöfn á Englandi. Hálfu öðru ári síðar fæddist þeim dóttirin Lillian.

Á janúardegi 2006 fannst Rachel látin í rúmi sínu. Í fangi hennar var Lillian og var hún einnig látin. Báðar höfðu verið skotnar. BBC segir að Rachel hafi verið skotin í ennið af stuttu færi en Lillian var skotin í magann. Kúlan fór í gegnum lítinn líkamann og endaði í brjósti móðurinnar.

Það var besta vinkona Rachel, Joanna Gately, sem hafði samband við lögregluna þegar hún náði ekki sambandi við hana en þær höfðu ætlað að borða saman. Lögreglan fór heim til Rachel, húsið var uppljómað en enginn virtist vera heima. Lögreglumaður leit inn um glugga og sá sængur og kodda í hrúgu á hjónarúminu en yfirsást að tvö lík lágu undir hrúgunni.

Þegar ekkert hafði heyrst frá Rachel næsta morgun fór lögreglan aftur að húsi hennar og fann þá líkin í rúminu. En Neil var hvergi að sjá. Í ljós kom að hann hafði flogið til Englands þann 21. Janúar. Þegar þangað var komið flutti hann inn til foreldra sinna. Þau uppgötvuðu fljótlega að hann var eftirlýstur enda var mikið fjallað um málið í fjölmiðlum.

Lögreglan í Massachusetts náði símasambandi við Neil og tilkynnti honum um morðin. Hann sagðist þá vita um þau og nyti stuðnings foreldra sinna í sorginni.

Neil og Lillian.

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar kom að útför mæðgnanna kom í ljós að Neil ætlaði ekki að vera viðstaddur og taldi lögreglan þá fullvíst að hann vildi leyna einhverju og vildi ekki fara til Bandaríkjanna af ótta við að verða handtekinn. Þann 8. febrúar kröfðust bandarísk yfirvöld framsals Neil og var hann þá handtekinn.

Hann var ákærður fyrir morð en hélt fram sakleysi sínu. Verjandi hans hélt því fram að Rachel hefði framið sjálfsvíg en hefði fyrst myrt dóttur þeirra. Sérfræðingar segja að þetta hafi ekki getað gerst miðað við hvaðan var skotið á þær mæðgur. Við réttarhöldin kom fram að Neil var skuldum vafinn og var iðinn við að heimsækja klámsíður og setja sig í samband við vændiskonur. Hann neitaði að tjá sig fyrir dómi en líkamstjáning hans í dómsal vakti athygli. Þegar upptaka af líkunum var sýnd mátti sjá hann reyna að bæla niður hlátur.

Tilraunir Neil og verjanda hans til að varpa sökinni á Rachel gengu ekki upp og kviðdómur fann hann sekann um að hafa myrt mæðgurnar. Hann var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn eða náðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða