Pressan

Björgun taílensku fótboltastrákanna er hafin – Bein útsending

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. júlí 2018 06:59

Í morgun að taílenskum tíma hófst björgun taílensku fótboltastrákanna sem hafa setið fastir í helli síðan þann 23. júní. 18 kafarar héldu inn í hellakerfið snemma í morgun að staðartíma. Þetta eru 5 taílenskir kafarar og 13 erlendir en þeir eru taldir bestu hellakafarar heims. Unnið er í kapphlaupi við tíma og vatn. Stjórnendur aðgerðanna segja að aðstæðurnar nú séu þær bestu sem eru í boði en reiknað er með mikilli rigningu á svæðinu næstu daga og raunar vikur.

Á fréttamannafundi í morgun kom fram að rannsóknir hafi leitt í ljós að útilokað sé að bora niður í hellinn og bjarga strákunum 12 og þjálfara þeirra þannig.

Læknateymi eru til reiðu utan við hellismunanna til að taka við strákunum og þjálfara þeirra og veita þeim nauðsynlega aðstoð þegar þeir koma út.

Ef allt gengur eftir áætlun ætti fyrsti strákurinn að komast út úr hellinum á þriðja tímanum í dag að íslenskum tíma. Reiknað er með að aðgerðin taka nokkra daga en björgunin fer fram í áföngum.

Fréttamönnum og öðrum var vísað frá svæðinu við hellismunanna í gærkvöldi þegar lokaundirbúningur aðgerðanna stóð yfir.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á beina útsendingu frá vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi

Nágranni frá helvíti setti upp viðvörunarkerfi sem aðeins börn heyra í – Börnin þora ekki lengur út úr húsi
Pressan
Í gær

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?
Pressan
Í gær

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki

„Landráð“ „Skammarlegt“ „Algjör uppgjöf“ – Þess vegna eru Bandaríkjamenn í áfalli eftir leiðtogafundinn í Helsinki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum

Svíþjóð logar – Ástandið hefur aldrei verið verra á síðari tímum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag

Miklir skógareldar í Svíþjóð – Ógna mörgum íbúðarhúsum – Norskar þyrlur koma til aðstoðar í dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missti milljónir fylgjenda á Twitter

Missti milljónir fylgjenda á Twitter