Pressan

Breskir ferðamenn hvattir til árvekni vegna hryðjuverkahættu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. júlí 2018 14:00

Lögreglumenn bregðast við hryðjuverkaárás. Mynd úr safni.

Bresk yfirvöld hvetja Breta til að sýna árvekni í sumarfríinu vegna hryðjuverkahættu. Fólk er hvatt til að horfa á leiðbeiningamyndband frá yfirvöldum um viðbrögð við hryðjuverkum. Myndbandið var búið til eftir hryðjuverk í Sousse í Túnis 2015 en þá voru 30 Bretar á meðal þeirra 38 sem hryðjuverkamaður myrti.

Breskar ferðaskrifstofur hættu þá að bjóða upp á ferðir til Túnis en hófu þær að nýju í febrúar á þessu ári.

Yfirvöld taka þó fram að engar ákveðnar upplýsingar hafi borist um að ráðist verði á Breta í sumar. Hér sé um almennar varúðarráðstafanir að ræða að sögn Sky.

Í myndbandinu kemur fram að ef til árásar kemur eigi fólk að hlaupa á brott, fela sig og síðan hringja í neyðarlínuna. Ekki á að taka neitt með og ekki láta óákveðni annarra tefja sig. Það er sagður betri kostur að hlaupa á brott en að gefast upp eða reyna að semja. Ef ekki er hægt að hlaupa á brott er næst besti kosturinn að fela sig og reyna að víggirða felustaðinn ef hægt er.

Ekki á að hringja í neyðarlínuna nema það sé alveg öruggt og árásarmennirnir heyra ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Nýtt klósett Bill Gates kostaði 18 milljarða

Nýtt klósett Bill Gates kostaði 18 milljarða
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Rosalegar myndir frá eldunum í Kaliforníu

Rosalegar myndir frá eldunum í Kaliforníu
Pressan
Í gær

Martröðin byrjaði daginn eftir að þessi mynd var tekin

Martröðin byrjaði daginn eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Í gær

Er hann lélegasti þjófur heims? Fannst steinsofandi með allt þýfið í fanginu

Er hann lélegasti þjófur heims? Fannst steinsofandi með allt þýfið í fanginu