fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fjórum bjargað úr hellinum í Taílandi – Strákunum gefin róandi lyf áður en lagt er af stað með þá – Hlé gert á aðgerðum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. júlí 2018 15:29

Björgunaraðgerðir í gangi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Köfurum tókst í dag að flytja fjóra stráka úr hellinum í Taílandi sem þeir hafa setið fastir í síðan 23. júní. Búið var að ákveða að flytja fjóra stráka í fyrsta hópnum út og síðan þrjá í hverjum hinna þriggja. Nú hefur verið gert hlé á björgunaraðgerðunum á meðan unnið er að flutningi súrefniskúta inn í hellakerfið og einnig verða kafararnir að safna kröftum fyrir næstu lotu.

Ríkisstjórinn í Chiang Rai sagði fyrir stundu að aðgerðum verði haldið áfram um leið og búið sé að flytja nægilegt súrefni inn í hellakerfið og gera annað sem þarfa að gera til að björgunin heppnist. Hann sagðist reikna með að byrjað yrði á næsta áfanga björgunarinnar á næstu 10 til 20 klukkustundum en það sé þó háð því að veður verði með svipuðum hætti og í dag.

Ekstra Bladet ræddi við Ivan Karadzic, einn kafaranna sem sóttu strákana, þegar hann var nýkominn út úr hellakerfinu. Hann sagði að ástand þeirra væri þokkalegt og þeir væru ekki í lífshættu. Þeir hefðu verið fluttir á sjúkrahús og væru nú með fjölskyldum sínum.

Hann sagði að þeim hafi verið gefin róandi lyf áður en lagt var af stað með þá og þeir hafi verið mjög afslappaðir á leiðinni og hafi ekki synt sjálfir. Einn kafaranna er læknir og sá hann um að gefa strákunum róandi lyf áður en lagt var af stað með þá. Þeir fengu síðan öndunargrímur sem hylja allt andlitið og fengu hreint súrefni á leiðinni að sögn Karadzic því þeir hafi andað svo hægt að þeir hafi þurft að fá mjög súrefnismettað loft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?